Ég er í 10. bekk í ********skóla og ég verð að segja að ég vildi óska að ég væri í 8. eða 9. bekk því ég er bara ekkert að meika öll þessi samrænduprófsvesen. Samrændu prófin eru í lok apríl og það er u.þ.b. mánuður í þau og ég get bara ekki drullast til að byrja að læra undir þau. Allir eru með einhvern helvítis þrýsting á mig um að fara að læra, sérstaklega undir stærðfræðina því ég fékk 4.5 á seinasta stærðfræðiprófi. Ég læri kannski svona korter í einhverju fagi og svo fæ ég bara löngun til að fara að horfa á sjónvarpið eða skreppa í tölvuna eða fara út eða bara gera eitthvað. Ég fékk líka 4.5 í náttúrufræði, 5.5 í dönsku og 6.5 í ensku og þetta eru öll fög sem ég þarf að bæta mig í en ég bara nenni því ekki. Svo þarf ég líklega að bæta mig aðeins í smíðinni, fékk 5.5 í því, aðeins því ég skrópaði í 2 tímum, gerði ekki rassgat í tímum, eyðilagði nokkur verkfæri og kallaði hana bitch, en það er bara aukaatriði.
En hvað um það, ég vildi bara deila þessum orðum með ykkur.
Kveðja : Skari2