Opið bréf til Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara FB
Miðvikudagurinn 3. febrúar 2010 var án efa einn af merkilegri dögum félagslífs Fjölbrautarskólans í Breiðholti en þá, í fyrsta skipti síðan 1998, var nafn FB í pottinum sem dregið var úr til ákvarða hvaða skólar skyldu mætast í 8. liða úrslitum Gettu Betur og drógumst við gegn liði FSu.
Það var kannski kaldhæðni örlagana að við drógumst á móti FSu á einmitt sama degi og orðrómar fóru á kreik að árshátíð FB, sem hefur yfirleitt verið haldin á Hótel Selfossi, yrði líklegast að engu.
Við gerum okkur fulla grein fyrir því að ástandið í samfélaginu kallar á að skera ýmsa hluti niður en að svipta nemendur skólans stærsta viðburði hvers skólaárs er ekki rétta leiðin. Undanfarin ár hefur félagslíf skólans að mörgu leyti verið í molum, en þó ekki vegna dugnaðaleysi eldri stjórna NFB heldur vegna hversu erfitt að sameina svo fjölbreytt fólk í svo stórum skóla en þar spilar árshátíðin stóra rullu. Á árshátíðina mæta allir úr öllum áttum, hvort sem fólkið er á smíðabraut, rafvirkjabraut, tungumálabraut, félagsfræðibraut eða öllum hinum óteljandi brautunum sem FB býður nemendum sínum upp á og munum við styðja þau mótmæli sem eiga að fara fram 8. febrúar og mun enginn úr Gettu Betur liði FB mæta í fyrsta tíma þessa dags.
Því biðjum við þig, Guðrúnu Hrefnu skólameistara FB, að endurskoða álit þitt og úrskurð um að banna NFB að halda árshátíð á Selfossi. Verði þetta mál ekki leyst á allra næstum vikum á farsælan máta mun Gettu Betur liðið, í samráði við þjálfara, sterklega íhuga að draga sig úr keppni í mótmælaskyni.
Með von um farsælan endi á leiðinlegu máli
Gettu Betur lið FB 2009/10
Brynjar Birgisson, þjálfari
Þorvarður Pálsson, þjálfari
Jóhann Andri Kristjánsson, keppandi
Þorvaldur Hauksson, keppandi
Sigurgeir Örn Sigurgeirsson, keppandi