Ég held að þú sért nú að misskilja svar mitt alveg hrikalega.
Já, ég hlýt að hafa misskilið þig alveg hrikalega, því í fyrri póstinum fannst mér þú hljóma eins og að þú vildir meina að framhaldsskóli væri að mestu bara gagnslaus.
1. Ef þú vilt fara í skóla lífsins þá getur þú farið á starfbraut í t.d. VMA lært um lífið og tilveruna, fengið að prufa fullt af brautum og kannski ákveðið að fara að læra eitthvað af því sem þér var kynnt eða farið að vinna í bónus.
Ég lauk stúdentsprófi fyrir 6 árum og hef engan áhuga á að fara í VMA en takk samt fyrir ábendinguna.
(en ég býst þó við að þú sért þarna mögulega að nota orðið
þú eins og maður ætti frekar að nota orðið
maður, þannig að þú átt kannski ekki bara við mig persónulega).
2. Þú þroskast og mótast í mennta/framhalds-skóla en hvort hann er 3 ár eða 4 er ekki stórmunur, Hraðbraut er ekki að útskrifa eitthvað verra fólk þó námið þar sé aðeins 2 ár.
Jú, nemendur sem útskrifast 18 ára úr Hraðbraut eru að vissu leyti yngri og vitlausari, en þeir hafa svo sem ekki verri námslegan undirbúning fyrir háskólanám svo ég viti til.
3. Skoðun mín á þessu kerfi í dag, s.s. þessum árum milli háskóla og grunnskóla er sú að þú ættir að geta valið á milli skóla eftir því hversu erfiðir þeir eru. Í dag er staðan bara ekki alveg þannig, MR ber höfuð og herðar yfir hina skólana, næstur á eftir honum er MA. Þrátt fyrir að vera talin næstbesti menntaskóli landsins þá er námið í honum allt of létt og of litlar kröfur gerðar til nemenda. Námið mætti vera margfalt hnitmiðaðra, mun þyngra og þ.a.l. miklu betri grunnur undir háskólanám. Það væri þá hægt að fara mun hraðar í gegnum efnið og kenna mun meira á þessum 3 árum sem grunnpróf í háskóla tekur. Skólar ættu að taka sér Hraðbraut til fyrirmyndar, þar er námið mun hnitmiðaðra, tekur aðeins 2 ár og nemendur koma eins vel og kostur er á í okkar kerfi í dag til náms á háskólastigi.
4. Ég hefði alls ekki viljað fara í VMA fyrir þær sakir að þó námið í MA hafi ekki vera eins gott og ég hafði vonað þá er það í allt öðrum klassa heldur en VMA býður uppá. T.d. í stærðfræði greiningu hefði ég þurft að eyða 10x meiri tíma í að skilja og læra hluti sem ég var annars aðeins að rifja upp úr MA.
Ég veit mæta vel að MA er einn af bestu skólunum á landinu.
En miðað við það sem þú sagðir í fyrri póstinum þá virtistu ekki meta mikils það sem þú hafðir lært þar (þú sagðir að 75% af því skipti ekki neinu máli).
Þú hljómar eins og þú hefðir frekar vilja hafa farið í Hraðbraut eða MH (og útskrifast á 3 árum), sem hefur eflaust verið erfiðara í framkvæmd ef þú bjóst fyrir norðan, en því miður er eðli málsins samkvæmt alltaf takmarkað val og sveigjanleiki í minni samfélögum.
Það er jú möguleiki (held ég) fyrir þá sem vilja búa á Akureyrarsvæðinu að klára framhaldsskólanám á 3 árum (í VMA), og stjórnvöld líta kannski svo á að það sé nóg til að sinna þeim hópi sem vill klára á 3 árum (stjórnvöld skilgreina jú ekki VMA sem ógeðslega lélegan skóla og MA sem ógeðslega góðan skóla eins og þú gerir).
Ég man samt eftir að hafa lesið (fyrir nokkrum árum) að það væri uppi hugmynd að byrja með 3ja ára námsbraut í MA. Veistu eitthvað um það, hvort það hafi orðið eitthvað úr því eða hvort það sé enn í skoðun?
Ég tók líka stærðfræðigreiningu á sínum tíma.
Ég man að eiginlega allir nemendurnir úr
góðu skólunum virtust vera vel undirbúnir.
Ég man líka að þeir sem höfðu verið góðir nemendur úr hinum skólunum (og fengu mjög háar einkunnir þar) virtust líka vera álíka vel undirbúin (hinsvegar voru þeir sem höfðu verið meðal nemendur úr hinum skólunum í frekar slæmum málum).
Ef þú hefðir farið í VMA og tekið að minnsta kosti 21 einingu í stærðfræði og fengið 10 í þeim öllum, þá efast ég stórlega um að þú hefðir þurft að eyða umtalsvert meiri (hvað þá tífalt meiri) tíma í að læra stærðfræðigreiningu 1 í háskóla.
Mér finnst þú dæma skólana full harkalega.
Þó að það sé munur á þeim þá held ég að hann sé ekki svona rosalega mikill. Framhaldsskólar starfa eftir því sem ég veit best eftir sömu námsskránni og í öllum skólunum (ekki bara góðu skólunum) er að finna nokkra góða kennara og nokkra góða nemendur og í góðu skólunum er sömuleiðis einn og einn lélegur kennari. (ég held að mesti munurinn liggi í því að það er erfiðara að ná í góðu skólunum (þ.e. erfiðari próf og lámarkskröfur)).
Annars er ég alveg sammála um að nám mætti vera hnitmiðaðara og að nemendur eigi að hafa val um erfiðara nám með styttri námstíma (en eins og kom fram áður finnst mér ekki að það eigi að vera normið).
5. Að læra lítið um mikið er ekkert sérstaklega sniðugt, hví ekki að læra mikið um mikið og svo enn meira um lítið? Þetta vísar til þess sem ég bendi á í 3. að þú ættir að geta valið. Ef þú vilt læra lítið um mikið þá getur þú farið í FÁ, FB, VMA o.s.frv. Ef þú vilt hinsvegar læra mikið um mikið og hnitmiðað nám þá ættir þú að geta valið það með t.d. að velja MR, MA, MH o.s.frv.
Þú ert þarna að leika þér með hugtökin mikið og lítið og missir af aðalatriðinu í því sem ég var að segja.
Ég sagði „í framhaldsskóla lærir maður lítið um mikið“ og þá átti ég við í öllum framhaldsskólum.
Þegar ég var í MH tók ég t.a.m. 10 einingar í efnafræði, 3 í jarðfærði, 3 í stjórnmálafræði, 6 í líffræði, 3 í heimspeki, 17 í frönsku, 8 í sögu, 9 í ensku o.fl.. Þetta eru allt fög sem ég hef ekki lært í háskóla.
Þetta kalla ég að læra lítið um mikið. Ef þú villt máttu alveg kalla þetta að læra mikið um mikið á þeim forsendum að ég var í MH frekar en öðrum skóla, en það skiptir svo sem ekki neinu máli í þessu samhengi. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er
um mikið hlutinn.
Ástæðan fyrir því að ég spurði þessara spurninga (annarsvegar um hvort þú vildir ekki kunna lítið um mikið og hinsvegar um hvort þú vildir bara kunna það sem þú sérhæfir þig í í háskóla) var vegna þess að þú varst nýbúinn að halda því fram að „Svona 75% af þessu drasli sem þú lærir í framhaldskóla skiptir ekki neinu máli.“ og svo taldirðu upp fullt af fögum sem þú sagðir að „skipa 0 máli ef þú ert tilbúinn að leggja tíma í námið þegar í háskóla er komið.“. Fyrir mér hljómaðir þú eins og þér væri alveg sama um allt sem gagnast ekki í háskólanámi.
Samkvæmt þessu svari þínu hljómar þú hinsvegar eins og þú viljir helst kunna mikið um mikið sem er í frekar mikilli mótsögn við það sem þú sagðir áður: „Svona 75% af þessu drasli sem þú lærir í framhaldskóla skiptir ekki neinu máli.“
(það er vissulega hægt að túlka þetta þannig að þú viljir kunna þetta þó það skipti ekki neinu máli).
7. Að vera þröngsýnn er val, þú ættir ekki að þurfa að læra að lifa í gegnum bók í lífsleikni. Víðsýni fæst á allt annan hátt, með því t.d. að taka þátt í umræðu, lesa böðin o.s.frv. Kennarinn þinn mun ekki koma til með að kenna þér að vera víðsýnn það er eitthvað sem foreldra þínir kenna þér þegar þú ert alin upp.
Auðvitað er þröngsýni val.
Langar þig að velja að vera þröngsýnn?
Mér finnst vera þröngsýni að vilja bara læra í menntaskóla það sem gagnast manni í háskóla og vilja ekki eyða tíma í að læra um önnur fög (lítið um mikið).
Kennarar kenna kannski ekki nemendum sínum markvist víðsýni með því að segja: „jæja krakkar, núna ætla ég að kenna ykkur að vera víðsýni“, en víðsýni eykst samt við það að læra um og skilja margskonar hluti.
Fannst þér víðsýnin þín ekki aukast við það að vera fjögur ár í MA?
Fannst þér þú ekki læra neitt á þessum fjórum árum sem skiptir þig sjálfan einhverju máli og er þér einhvers virði, þó það hafi hvorki skilað sér á einkunnaspjaldið né hafi gagnast sem undirbúningur fyrir háskólanámið þitt?