Sagan gerist mest í Reykjavík en nokkrir kaflar fara fram á Vestfjörðum og því svæði. Innri tíminn er á um einu sumri eða frá 17. júní til einhvern tíman í október. Ytri tíminn er um 1997 til 1998.
Sagan er um unga stúlku að nafni Anna Birta Óskarsdóttir sem fannst látin á leiði Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju Íslendinga og á afmælisdegi hans. Þegar Erlendur og Sigurður Óli komu að henni var hún nakin, mikið máluð í framan og með stafinn J húðflúraðann á rasskinnina. Þeir vissu ekki hver hún væri þá en giskuðu að hún héti Ingibjörg, vegna þess að kona Jóns hét það. Þeir fóru til Herberts vegna þess að þeir héldu að hann væri með einhverjar upplýsingar um hvað fórnalambið héti. Eitt kvöldið hringdi Eva Lind og sagði að Dóra vinkona hennar kannaðist við stúlkuna sem var myrt. Dóra sagði að hún væri herbergisfélagi hennar og að hún héti Birta, ekkert meira, bara Birta. Dóra sagði líka að hún var einhversstaðar af Vestfjörðum, frá sama stað og Jón. Erlendur og Sigurður Óli fóru í nokkurra daga ferðalag á Vestfirði en fundu engann sem þekkti Birtu. En loks þegar komið var á Ísafjörð fundu þeir mann sem leigði henni íbúð. Hann sagði að móðir Birtu væri að vinna í kjötborðinu í kaupfélaginu og héti Erla. Þeir sögðu henni frá Birtu og þá kom í ljós að hún hét Anna Birta en ekki bara Birta. Það var þess vegna sem þeir fundu enga Birtu í þjóðskránni sem var saknað. Þeir Erlendur og Sigurður Óli sýndu henni mynd af Birtu og Erla barst brátt í grát og lagði hausinn sinn á borðið. Þeir spurðu hvort hún vildi koma með þeim til Reykjavíkur og hún svaraði játandi.
Janus, besti vinur Birtu bjó í lítilli kjallaraíbúð í Breiðholtinu. Þegar þau voru lítil bjargaði Birta Janusi frá drukknun. Janus var alltaf skilinn útundan. Hann vissi ekki afhverju en þannig var það bara. Þegar þau voru tólf ára voru þau að koma út úr vídeóleigu á Ísafirði þegar að strákar úr skólanum þeirra mættu þeim. Þau vissu bæði að þeir ætluðu að gera eitthvað við Janus þannig að hann tók nokkur hæg skref aftur á bak og hljóp svo eins og fætur toguðu. Hann átti um tvo kosti að ræða, fara niður á bryggju eða fara niður í bæ. Hann valdi bryggjuna vegna þess að hann hélt að það yrðu hellingur af verka- og útgerðamönnum þar. Þegar hann kom á hornið á frystihúsinu sá hann að enginn var að vinna örugglega allir í kaffi hugsaði hann og Birta. Janus sá og heyrði að strákarnir nálguðust og sá þar líka bát við endan á bryggjunni. Hann ákvað að reyna að stökkva ofaní bátinn og sleppa þannig frá þeim. Loks stökk hann en annar fóturinn festist í lest bátsins sem var öll morandi í loðnu. Að lokum sökk hann og enginn vildi hjálpa honum þangað til Birta kom. Hún spurði hvar Janus væri og þeir bentu allir á lestina. Hún sá á bryggjunni bandspotta sem hún batt um mittið á sjálfri sér og við bryggjuna. Hún stökk ofaní og fann strax kuldann sem kom úr sjónum. Hún vissi að hún gæti ekki haldið í Janus og hýft sig upp. Hún fann togkraft toga þau úr lestinni þannig að hún hélt báðum höndum í Janus. Það kom í ljós að þetta var gamall karl sem hýfði þau upp og blés og blés lofti í Janus sem var meðvitundarlaus. Loks hóstaði hann en missti svo aftur meðvitund stuttu seinna.
Herbert hafði verið horfinn í langann tíma og margir verið að leita að honum. Það kom í ljós að Janus var með hann í haldi í gömlu reykhúsi Sláturfélags Suðurlands. Janus geymdi hann í skúffu undir reykofninum þar sem kveikt hafði verið eldur. Janus færði Herbert upp á grind í miðjum ofninum. Stál stangirnar voru mjög beittar og þar skar hann blóðug böndin sem bundin voru fyrir bæði hendur og fætur. Hann náði að sleppa og náði í svokallaðann lífvörð sinn. Janus hafði verið mjög lengi úti og þegar hann kom aftur var Herbert með hafnarboltakylfu í hendi. Janus var laminn í klessu og svo var hann settur inn í ofn. Herbert var það brjálaður að kveikja í ofninum og steikja Janus lifandi. Gömul kona hinum megin við götuna sá reyk blossa úr strompi reykhússins og hélt að kviknað hefði verið í. Erlendur og Sigurður Óli komu á staðinn og mundu það að Janus vann einu sinni í reykhúsinu. Erlendur lét ekki stoppa sig og fór svo strax inn þar sem hann sá Janus bundinn og meðvitundarlausan í miðjum ofninum.
Þegar Janus gat talað og hreyft sig sagði hann Erlendi að það var hann sem myrti Birtu. Hann sá hana sprauta sig nakta inni í kjallaraíbúð sinni og sá hana svo leggjast í rúmið. Hann vildi bara ekki sjá hana svona þannig að hann kæfði hana, setti hana í poka og keyrði með hana út í kirkjugarð. Hann setti hana hjá blómunum eins og hann sagði sjálfur og hafði ekki hugmynd um að það væri leiði Jóns Sigurðssonar.
Kynning aðstæðna er í allri bókinni en ekki á fyrstu blaðsíðunum. Risið er þegar að Herbert læsir Janus inni í Reykofninum og Janus deyr næstum því. Endirinn byrjar á síðasta kaflanum eða kafla númer 42.
Höfundur er að taka á sakamáli sem gerist í Reykjavík og á Vestfjörðum. Mér finnst að sagan hafi þann boðskap að góðu karlarnir vinna alltaf og höfundur er að skapa spennu á hverri einustu blaðsíðu, þannig að lesandinn leggur bókina ekki frá sér.
Heldurðu að hann var að sækja