Ef þú finnur þetta þá getur kennarinn þinn það lika (getur verið rekin úr menntaskóla áfanga ef þú stelur af netinu)
tekk enga ábyrgð á: stafsetningar-, málfars- og innsláttarvillum.
minnir að ég hafi fengið 7
skemmtið ykkur að lesa.
Halldór Laxness
“Því verða menn skáld og hetjur, að þeir búa eigi við hamíngju sína.”
(Gerpla, 1952)
Ragnar *** **********
********
A-bekkur
Íslenska 103
2009
Þann 23 apríl árið 1902 fæddist maður[1] sem er mikils metinn af lesendum, og á næstu tveimur síðum ætla ég aðeins að fjalla stutt æviágrip úr lífi hans. Ef þú hefur ekki kveikt á því hver umræddur maður er þá er það Halldór Laxness.
Þegar Halldór var 16 ára fór hann í Menntaskólann í Reykjavík en hann átti erfitt með að einbeita sér að námsbókunum því hann hafði meiri áhuga á að skrifa bækur, hann birti sína fyrstu bók aðeins 17 ára gamall og fékk hún góðar viðtökur. Ég ákvað að láta ummæli eftir Arnfinn Jónsson fylgja með því það lýsir hvernig fólk tók á móti sögum frá svona ungun drengi, „að dáðst að dugnaði og dirfsku unglingsins, og ég hygg, að vér megum vænta hins besta frá honum þegar honum vex aldur og viska.“[2]
Gljúfrasteinn var byggður árið 1945 og að ósk Halldórs var það „sveitalegt en samt nútímalegt og laust við allt tildur“[3]. Það var árið 1960 þegar Halldór var erlendis að hann sendi Auði skeyti og bað hana að um að byggja sundlaug í garðinum hún fékk þá vinnumenn til að koma og uppfylla þá ósk. Kóngar, flækingar, listamenn, stjórnmálamenn og vinir komu frá öllum heimshornum til að ná tali við Halldór. Þótt það kæmu margir gestir að Gljúfrasteini lét Halldór það ekki á sig fá enda hafði hann ákveðna dagskrá sem hann fór eftir á hverjum degi, „ Klukkan níu var morgunmatur og svo fór afi upp í náttsloppnum sínum að skrifa. Um tólfleytið fór hann í göngutúr en hádegismatur var borðaður klukkan tvö og eftir hann las afi blöðin eða gluggaði í bók. Um sex leytið fengu þau sér kakó og kökur. Að sjónvarpsfréttunum loknum mauluðu þau harðfisk, söl og súrmjólk. Síðan fóru afi og amma að sofa“ , svona léttu þau flesta daga.[4] Það var árið 2002, þegar það var liðin öld frá fæðingu Halldórs, sem íslenska ríkið keypti húsið en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem það var opnað fyrir almenning sem safn[5]
Bækur Halldórs hafa verið gefnar út á 40 tungumálum og í 500 útgáfum og besta salan var á útgáfu „Random House“sem gaf út Sjálfstæt fólk árið 1946, á aðeins 2 vikum seldist hálf miljón eintaka af bókinni.[6]
Árið 1955 fór Halldór ásamt Auði konu sinni til Stokkhólm til að taka á móti Nópesverðlaunum sínum, þegar það var verið að kynna Halldór sagði kynnirinn „Gef oss áfram margar lifandi myndir af þjóðlífi Íslands og sögu! Látum oss vonast eftir auðugri og mikilli blómgun íslensks skáldskapar! Ég færi yður hjartanlegar hamingjuóskir frá Sænsku [svo] akademíunni og bið yður nú að stíga fram hérna á gólfið til þess að taka úr hendi konungs þau bókmenntarverðlaun Nóbels er yður hafa verið veitt.“[7] Sem best ég veit er hann eini Íslendingurinn sem hefur fengið þessi verðlaun.
Sonning verðlaunin fékk Halldór frá Kaupmannaháskólanum árið 1969 en þau verðlaun eru árleg og er gefin þeim sem talið er hafa lagt þýðingarmikinn skerf af mörkum til evrópskra menningamála.[8]
Á ferli sínum skrifaði Halldór margar bækur. Ég ætla að segja ykkur aðeins hvaða bækur hann skrifaði og hvenær hann kláraði að skrifa þær, hann lýkur við „Barn náttúrunnar“ 1919, hann var 4 ár að skrifa „Nokkrar sögur“ en aðeins 1 ár að gera „Undir Helgahnúk“ sem kom út 1924, en 1925 kom út „Kaþólsk við horf“ en „Vefurinn frá Kasmín“ kom 1927. bækurnar „Alþýðubókin“, „kvæðaker“, „Þú vínviður hreini“, „Fuglinn í fjörunni“ komu út á árunum 1929-1932, ein á ári en 1933 varð breyting á en það ár kom út tvær bækur þær „Fótatak manna“ og „Í Austurvegi“ kom 1934, bókin „Sjálfstætt fólk var það stór að hún var gefin út í tveimur bókum fyrri kom út 1934 en sú seinna 1935. Hér að aftan má sjá hversu duglegur hann var að skrifa en því miður hef ég ekki leyfilegt pláss til að setja inn allar hans bækur en þær mest þekktu koma hér á eftir með útgáfu ári, „Íslandsklukkan“ árið 1943, 1948 varð það „Atómsstöðin“ „Gerpla“ kom út 1952, og „Kristnihald undir Jökli“ var gefin út 1968, 1977 var það „Seiseijú, mikil ósköp“ og síðasta bók hans kom út 1987 og var það „Dagar hjá múnkum“.[9]
Halldór lést 8. febrúar árið 1998 og var þá á nítugasta og sjötta aldurs ári,[10] hans verður sárt saknað.
[url=http://www.hugi.is/forsida/functions/user.func.php?action=logout][color=red]TheRaggi er stjórnandi hér[/color][/url]