Árshátíð NFFA (ekki NFFÁ) verður haldin n.k. föstudag 22. febrúar, mun hún bera heitið Síðasta kvöldmáltíðin, (þar er vitnað í biblíusögurnar…). og verður hún á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, eins og venja er. Húsið verður opnað kl. 18:30 og mun borðhald hefjast hálftíma síðar eða kl. 19:00, með glæsilegum veislumat og tilheyrandi. Veislustjóri er enginn annar en hinn mikli sjarmör Páll Óskar Hjálmtýrsson og mun hann koma til með að hafa ofan af fyrir fólkinu með sinni alkunnu snilli. Ýmiskonar skemmtiatriði verða og einnig leynigestur.
Síðan seinna um kvöldið er komið að dansleiknum og verður hann haldinn á sama stað. Þá mun verða hleypt inn kl. 23:00 og verður lokað 01:00 en dansleikurinn mun svo standa til 03:00. Það verða hinir einu sönnu Milljónamæringar sem munu spila fyrir dansi ásamt þeim Páli Óskari, Bjarna Ara og Ragga Bjarna. Þeir munu eflaust halda upp brjáluðu stuði eins og þeim einum er lagið.
Í Árshátíðarnefnd eru: Belinda Eir Engilbertsdóttir, Hrefna Daníelsdóttir og Edda Ósk Einarsdóttir.
Verðskrá:
Matur og ball
NFFA: 3000 – Aðrir: 4000
Matur
NFFA: 1500 – Aðrir : 2000
Ball
NFFA: 1800 – Aðrir: 2300