Ég held að ég geti komið með smá fullyrðingu: Ég er með besta þýskukennara í heimi!
og ekki að ástæðulausu að ég haldi það:
af einhverri furðulegri ástæðu heldur þýskukennarinn minn (sem er þýsk sjálf) að ég sé góð í þýsku… sem ég er ekki!
Hún talaði skólastjórann til og fékk hann til taka mig úr tíma með krökkunum sem ég var að læra þýsku með og setja mig í tíma með þýskum syni hennar…. Hún nennti ekki að láta mig taka jólapróf því hún sagði að það væri of létt fyrir mig (?!). Hún kemur með technotónlist í tímana, við lesum saman í smástund svo förum við heim… svona hálftíma áður en tíminn á að vera búinn ALLTAF! henni er alveg sama þótt maður mæti of seint og það er hægt að tala við hana eins og jafnaldra.. svona næstum því… :)
Síðasti þýskutími var alveg glæsilegur! Skólastjórinn var ekki við og sonur hennar í ferðalagi, svo hún bauð mér bara heim til sín til að horfa á þýska sjónvarpið. Við horfðum á einhverja þýska útgáfu af Jerry Springer í svona tíu mínútur eftir það vorum við bara á ferðalagi í gegnum rásirnar, stoppuðum reglulega á tónlistarstöðvunum ef gott lag var, en þess á milli vorum við bara að spjalla! :)
Er einhver hérna sem hefur svipaðan kennara, eða er hún bara svona rosalega one of a kind?!
kveðja kvkhamlet