Halló halló.
Jæja kæra fólk ég vildi bara vekja athygli á því að nú er byrjað að sína þýska leikritið Der Besucht der alden Dame á Herranótt, eða “Milljónamærin snýr aftur” í uppsetningu leikfélags MR. Síðan í haust hefur þrotlaus vinna verið lögð í þessa sýningu og óhætt að segja að uppskeran sé e-ð alveg brjálað. Undanfarin ár hefur veikasti hlekkur Herranætur verið markaðssetning leikritanna, það skiptir miklu máli að vekja athygli og umtal svo það er ég að reyna að gera.
Örlítil staðreyndaupptalning;
Leikstjórinn okkar í ár var Magnús Geir Þórðarson, einn mesti fagmaður í íslensku leikhúslífi í dag sem sést berlega þessari uppsetningu.
Gísli Rúnar Jónsson hjálpaði okkur að endurnýja íslensku þýðinguna.
Leikritið er sýnt í Tjarnarbíói, miðaverð er 1000kr.
-2 sýningar búnar og uppselt á báðar. Hér er sýningaplanið:
Laugardaginn 16.febrúar.
Laugardaginn 23.febrúar.
Þriðjudaginn 26. febrúar.
Fimmtudaginn 28. febrúar.
Föstudaginn 1.mars.
Allar sýningar byrja klukkan átta.
Ég veit ég er viðbjóðslega kommörsjal eikkvað en í alvöru, þessi sýning er mjög mögnuð. Ef einhver hefur séð hana endilega tjáið ykkur, ef ekki, verið geeeeeeegt felippuð og prófið eitthvað annað en söngleikjafroðuna. Með fullri virðingu. Eða skellið ykkur bara á bæði jájá. Ég hlakka til að sjá ykkur og heyra!!