Auðvitað getur einelti gerst allsstaðar, en fyrisögnin er að þetta er látið viðgangast á Selfossi. Skólarnir eru líka ekki einu staðirnir þar sem þetta sést, á öllum tónleikum sem ég hef verið á einhversstaðar í kringum Selfoss eru endalaus slagsmál og tómt vesen, miklu meira en ég hef séð í bænum, allavega miðað við höfðatölu. Ég er ekki að skrifa þessa grein til að móðga Selfyssinga, þó ég hafi sjálfur eitt sinn verið barinn þarna fyrir að rifja upp gamla tíma við gamla skólavinkonu sem reyndist vera kærasta dópista á sveitaballi. Ég er bara að reyna fá svör því þetta virðist vera hrikalegt vandamál. Það að skólayfirvöl skulu líta blindum augum á þetta mál og að þetta virðist vera aukast, ef það eru einhverjir Selfyssingar sem hafa skoðunn, þá hvet ég þá endilega til að commenta, því ég nátturlega bara veit það sem ég sé í fréttum og af sögum vina.
Ég man hvað það var alltaf gaman að koma á Selfoss sem krakki í “osta-sundlaugina” og annarsstaðar þegar maður var í bústaðnum yfir helgi, en núna myndi ég helst bara sleppa því að fara með börnin þangað. Ég allaveganna vona að eitthvað verði gert í þessu og að Selfoss getur verið örruggur bær aftur, ekki staður fyrir einelti, eiturlyf og klíkustríð.
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”