Ég er nemandi í menntaskólanum við Hamrahlíð og er í leiklistinni þar. Ég hef verið að velta fyrir mér afhverju það er ekki byrjuð keppni í leikhússporti á milli framhaldsskóla. Í dag er keppt í öllu og þá má nefna Gettu betur, og Morfís og margt fleira.
Síðustu ár hefur leiklist orðið meira og meira vinsæl og alltaf fleira fólk að taka þátt.
Ekki veit ég hvort allir vita hvað leikhússport er en að minnsta kosti í MH er einn áfangi sem maður getur lært leikhússport. Flest allir sem hafa áhuga á leiklist(leika)ættu að kynna sér hvað það er. En hér ætla ég að lýsa eins og ég get hvað leikhússport er.
Leikhússport er keppni í spuna. það eru tvö lið sem keppa hvort við annað og eru 4-5 þáttakendur. Einnig eru 3 dómarar sem dæma: tækni,söguþráð og skemmtun. Þegar keppnin er hafin byrjar annað liðið að skora á hitt liðið í einhverskonar spuna t.d elliheimila, ævintýra og þannig er hægt að telja endalaust. Hitt liðið verður að taka því en það fær að ráða sínum stíl sjálf t.d geðsýkis, gleði, íþrótta eða ritvélasstíl og þannig er líka hægt að telja endalaust upp. Svo er bara að byrja. oftast byrjar liðið sem fékk áskorunina, ég ætla að taka dæmi: það var skorað á þau í ævintýra spuna og þau ákvaða að ætla gera það í geðsýkis stíl en ákveður að spyrja salinn um ævintýri.( það má spyrja salinn um hugmyndir) Salurinn segir Rauðhetta og þá er bara að byrja að leika rauðhettu í geðsýkistíl og gera það á 5 min eða minna. Þegar það er búið gefa dómarar því stig og svo er bara hitt liðið að gera það sama. leika ævintýri( vegna þess það skoraði á þau í ævintýra spuna) og velja stíl.
Þegar þessu er lokið er komið að hinu liðinu að skora á hitt liðið og þannig gengur sagan aftur. Þegar öllu þessu er lokið er að telja stiginn og það lið sem fékk fleiri stig vann.
Þetta er rosalega skemmtilegt og getur manni verið mikið skemmt að horfa eða taka þátt í svona keppni.
ef einhver hefur áhuga eða vill gagnrýna endilaga svara.

Ég afsaka ef ég er með villur hvernig ég lýsti Leikhússporti en ég gerði eins og ég gat.