En nú er ég komin út fyrir efnið,það sem ég ætlaði að tala um er það sem þær gerðu við mig í gær.Þetta gerist líka í hádeginu,ég stend í röðinni og er bara að bíða eftir matnum mínum,þá kemur einhver strákur með miða frá öðrum strák sem ég ætla bara að kalla Nonna.Þessi strákur er einu ári yngri en ég og er sem sagt í 7.b og er alveg rosalega sætur.Hann er þegar búin að vera í tveimur samböndum og við höfum alltaf verið ágætir vinir og erum oft að djóka í hvor öðru,stelpurnar hafa eiginlega alltaf túlkað það þannig að ég sé hrifin af honum og að þegar ég er að tala við hann segja þær að ég sé að reyna við hann.Það er ekki satt ég vill ekkert meira með Nonna heldur en vináttu og er margsinnis búin að segja þeim það en þær trúa auðvitað engu sem ég segi.
En anyway,miðinn er mjög einfaldur;samanbrotinn og hvítur karton-miði.Framan á honum stendur Til:Nínu(ég ætla bara að kalla sjálfa mig Nínu)og svo Frá:Nonna.Inní miðanum stendur einfaldlega ‘ertu til í það?’.Þetta er hægt að túlka á tvo vegu annaðhvort að byrja samband eða r**a.Ég veit ekkert hvað ég á að gera en hann horfir á mig og bíður greinilega eftir svari og það eina sem ég næ að stynja upp er ‘ég er ekki með penna’.Var náttúrulega ennþá að velta því fyrir hvað hann væri að meina með þessu.Hann brosir bara en segir ekki neitt,ég treð bara miðanum í vasann minn og reyni að hunsa allar augngoturnar sem ég fæ.Ég næ bara í matinn minn djúpt sokkin í hugsanir mínar og sest svo niður.Þá fylgir allt gengið eftir,allar stelpurnar sem hafa strýtt mér og setjast á sama borð og ég,Nonni sest svo við hliðina á mér.Ég byrja bara að borða og er ennþá að reyna að finna út hvað ég á að gera og hvort þetta sé ekki bara djók,ég verð nú að viðurkenna að ég var pínulítið upp með mér og byrjaði ósjálfrátt að brosa vegna þess að allir voru að horfa á mig.Þá byrja allar stelpurnar að hlæja geðveikt,sem ruglar mig ennþá meira í ríminu.Nonni klárar að borða og fer svo út.
Þær halda bara áfram að hlæja nema tvær af þeim sem hafa alltaf verið góðar vinkonur mínar.Það er greinilegt að þær vita hvað er í gangi en finnst þetta samt ekkert fyndið því að þær sjá hversu illa mér líður og fara út.Ég ákveð þá að fara bara út og tala við Nonna.Á leiðinni á gervigrasvöllin(hann er alltaf þar)þá sé ég
stelpurnar sem ekki hlógu og fer til þeirra og spyr þær hvað sé eiginlega í gangi.Við löbbum þá af stað til þess að forðast að einhver hleri það sem þær eru að fara að segja mér.Það sem þær segja er að stelpurnar hafi allar tekið sig saman og ákveðið að stríða mér ‘svolítið’.Þær létu eina af stelpunum sem vildi eignilega ekki taka þátt í þessu skrifa kortið og um leið og þær segja að hún hafi skrifað kortið þá þekki ég skriftina,þessi stelpa hefur alltaf verið feimin og hlédræg og lét eiginlegan bara undan þrýstingi frá hinum stelpunum.
Ég tek því næst þá ákvörðun um að tala beint við Nonna og hleyp til hans og spyr hann hvort þetta hafi ekki bara verið djók.Hann segir að jú þetta hafi bara verið djók og að hann vildi ekki láta þetta ganga svona langt.Þá sný ég mér við og tek eftir því að hinar stelpurnar eru byrjaðar að skamma stelpurnar sem hlógu ekki að mér og sögðu mér hvað væri í gangi fyrir að kjafta í mig.Ég fer til þeirra og byrja að verja þær vegna þess að þær voru bara að hjálpa mér og eiga þetta ekki skilið.Ég segi þeima að láta þær í friði og að þær eigi frekar að tala við mig en ekki þær.Þá öskrar ein af stelpunum til mín að ‘þetta komi mér ekki við’.Það er algjörlega fáránlegt vegna
þess að án þess að ég sé eitthvað egó þá snýst þetta um MIG.Ég gefst upp og labba inn og fer inná bókasafn í von um að þær láti mig bara í friði.Þá kemur feimna stelpan sem skrifaði kortið til mín og segist sjá alveg rosalegaeftir þessu og eitthvað svoleiðis.Næst koma stelpurna inn og byrja að rífast í mér og segja að þetta hafi bara verið djók og eh,ég hafi bara tekið þessu alltof ‘alvarlega’ og að þær höfðu búist við að ég tæki þessu eins og ‘venjulegt’ fólk gerir.Rétt í þessu hringir bjallan inní tíma og allir fara.Ég kem svo rétt á eftir með kökkinn í hálsinum og komin með mígreni(mjög vondur hausverkur)af öllum látunum.Ég fæ að fara á klósettið og er orðin svo pirruð að ég kýli í vegginn af öllum lífs og sálar kröftum.Það var auðvitað frekar heimskulegt vegna þess að nú er ég öll marin og bólgin á hnúunum.Sest svo niður á gólfið við það að fara að gráta.Þá kemur bekkjarsystir mín inn,hún tók ekki þátt í þessu og við höfum alltaf verið ágætar vinkonur.Hún spyr hvort að allt sé í lagi og ég segi bara nei eiginlega ekki.Þá segir hún ókei og fer svo bara fram.Ég fer bara inní tíma og fæ að fara heim með mígreni vegna þess að í fyrsta lagi þá er ég með mígrenoi og í öðru lagi þá get ég ekki hugsað mér að sitja undir stanslasum augngotum frá öllum bekknum.Áður en ég fer heim þá næ ég mér í penna og skrifa skýrt og greinilega inní þennan bölvaða miða NEI og læt einn strák sem er í sama bekk og Nonni að fara með miðan til hans.Frétti svo seinna að bekkjarsystir mín sem kom að mér inná klósettið sagði öllum bekknum að ég hafi verið að gráta inná klósetti.
Ég spyr ykkur góðir lesendur brást ég rétt við og ætti ég að tilkynna þetta eða hvað.Hvað á ég að gera næst,hvað hefðir þú gert og hvernig hefðir þú höndlað málið?
Að hata fólk er eins og að brenna hús sitt til þess að eyða einni rottu.H.E.Fosdick
Dýrð sé móðurinni sem ól þig!