Í tilefni af árstíma hinna alræmdu jólaprófa finnst mér rétt að birta ljóð sem ég orti á Þjóðarbókhlöðunni við undirbúning fyrir jólapróf þau sem ég þreytti fyrir 2 árum:

Neminn skelfur, nálgast próf
Nú er vandi á höndum
Sjúkur hiti, svitakóf
Senn fer allt úr böndum

Valda próf og vanlíðan
Verst eru íslensk fræði
Lítið er ei lagt á mann
Logandi brjálæði

Kemst ég ei á skýrlegt skrið
Skortir allan vilja
Bækur sem mér býður við
Berst ég við að skilja

Sársauka í brjósti ber
Berst ég fyrir næði
Langtum meir þó leiðist mér
Lífræn efnafræði.


Gaman væri ef einhver gæti bætt við bálkinn vísum um sama málefni :)