Ég hef lært meira (sic) eðlisfræði en þú heldur
Telur þú þig bæran til að fullyrða um það sem ég
held? Órökstuddar fullyrðingar um eitthvað sem maður veit ekki er ekki það sem ég á von á frá háskólamenntuðum manni, ef þú ert það þá.
Á þeim árum sem ég lærði einhverja eðlisfræði kom það margoft fyrir að ég þyrfti að nota mælieininguna mól. Aukinheldur: Sértu ekki eðlisfræðingur sjálfur, eða með þeim mun betri yfirsýn yfir störf þeirra, ertu ekki í aðstöðu til að segja mér og öðrum hvaða mælieiningar eðlisfræðingar nota mikið. Það er annað dæmi um órökstudda fullyrðingu um eitthvað sem maður veit ekki.
(Smá útúrdúr: Sú aðferð er einmitt kær mörgum stéttum, svo sem grasalæknum og stjörnuspekingum. Því hefur verið haldið fram að báðar hafi lifibrauð sitt af því að þykjast vita meira en meðlimir þeirra gera í raun, og skreyta mál sitt með merkingarlausum ,,fag“-orðum. Ég vona innilega að þú sért ekki grasalæknir eða stjörnuspekingur, þá stefnir sko í leiðinlegt spjall…)
Reyndar bendir setningin ,,ég er sko með 5 háskólapróf” til þess að þú sért að grínast, og sé það tilfellið var þetta of löng romsa hjá mér.
Ef þú værir til dæmis mjög fyndinn væri grínið það að þú gætir ekki sagt að mól væri eitthvað sem eðlisfræðingar mjög mikið vegna þess að þú vissir ekkert um það!
…það væri frekar gott…