Komiði sæl öll hér á huga.
Mig langar svolítið til þess að ræða um karlkyns kennara hérna. Þannig er mál með vexti að ég er kennaranemi, en ég er kvennkyns. Í námi mínu hefur stundum verið rætt um karlkyns kennara og því miður eru það aldrei mjög skemmtilegar umræður. Ekki það að við séum eitthvað ósáttar við þá við bekkjasysturnar (þar er enginn strákur í bekknum mínum) heldur vegna þess að mér finnst að þessi hópur í kennarastéttinni sé mjög óheppinn.
Ég held að það sé farið frekar illa með karlkyns kennara, ekki þá launalega séð eða af öðru starfsfólki heldur af öðrum sem koma að skólanum. Þá á ég því miður við nemendur og jafn vel foreldra. Ég er ekki að tala um að þessi hópur komi og lemji karlkyns kennara eða neytt svoleiðis og það eru sem betur fer margir karlkyns kennarar sem fá bara að vera í friði en því miður ekki allir.
Það sem ég er að tala um er þetta meinta kynferðisofbeldi. En einhverra hluta vegna eru karlkyns kennarar oftar sagðir vera gerendur í þeim málum en kvennkyns kennarar. Einhverra hluta vegna er þjóðfélagið farið að snúa svo fáranlega að allt er nánast mistúlkað eða bara oftúlkað! Kennari minn í Háskólanum (sem er karlkyns) sagði okkur einu sinni að ef maður er karlkyns kennari í skólastofu er nánast hættulegt fyrir mann að ganga á milli borða og skoða hvernig nemendum gengur í tímunum, því að þá ætti maður á hættu að vera kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi. Við bekkjasysturnar urðum allar mjög slegnar yfir þessum fréttum enda finnst okkur þetta vera misrétti. Hvers vegna að ætla öllum eitthvað illt? Af hverju má ekki karlmaður sýna börnum hlígju án þess að það sé oftúlakð eða mistúlkað? Ef ég eða einhver önnur kennslukona færi að sýna einhverju barni hlígju stór efa ég að það yrði mistúlkað.
Í sumar var ég að ræða við danska konu sem á son sem er leikskólakennari. Við vorum að ræða um skólamál en það er sameiginleg áhugamál okkar þar sem hún sjálf er kennari. Svo fórum við að ræða þessi mál um karlkyns kennara og þá sagði hún að það sama væri uppi á tengingnum í Danmörku. Sonur hennar sem hefur unnið á leikskólum í nokkur ár er alltaf sjálfur á nálum yfir því sem hann gerir því að ef hann gerir eitthvað sem lýtur út fyrir að vera vitlaust þá er hægt að kæra hann fyrir kynferðislegt ofbeldi!
Því miður eru barnaníðingar til í öllum störfum og því miður reynist það mjög seinlegt að útrýma þeim öllum. En ég stór efa að leiðin til þess að koma í veg fyrir að barnanýðingar geri það sem þeir geri sé að dæma ALLA karlmenn sem vinna með börnum! Þeir eru ekki slæmir menn allir þó svo að það leinist einn og einn svartur sauður inn á milli. Ég vorkenni karlkyns kennurum mikið fyrir að þurfa að lenda í svona ásökunnum sem eiga engin rétt á sér. Hver vill líka láta dæma sig barnanýðing fyrir það eitt að vinna vinnuna sína? Ekki ég og ég stór efa að aðrir vilji það. Ég held að það besta væri að treysta bara kennurunum, svo lengi sem þeir gera ekki eitthvað alvarlegt af sér. Því ekki er betra að ákveða að allir séu sekir þó svo að einhver einn sé það.