Ehh… auðvita eyðir þetta fjármunum, þar sem það þarf að gera eitthverja tugi þúsunda af búningum á ári (ef áætlað er að hver nemandi hafi 2 til skiptanna) plús það að krakkar stækka gífurlega hratt á þessum árum og ég tala nú ekki um offituvandamáal.
Þetta breytir engu. Þú þarft þegar að skipta út þínum eigin fötum, þar sem þú gengur núna helming þess dags sem þú ert vakandi í skólabúning þarftu ekki að eiga jafn mörg föt til skiptana hinn helming dagsins.
Ég geri ekki ráð fyrir að í íslensku neyslusamfélagi muni hver einstaklingur eiga minna af fötum dags daglega. Kannksi mínus eitt par af hverju (peysa, bolur, buxur) svo ekki erum við að spara mikið á því.
Og þetta er ástæða þess að ég beindi sérstakri athygli á þarft. Ég efast um að þeir sem þú ert að tala um að muni ekki eiga fyrir öllum þessu extra pening í skólabúning sé með fataskáp fullan af öllum merktu ‘cool’ fötunum, hvað heldur þú?
Þetta með að stærsta vandamálið að hluti mannkyns séu fávitar er náttúrulega allt annað vandamál, en ætti þá ekki frekar að taka á vandanum sem að auglýsingar gefa samfélaginu - ss. að einblína á rót vandans í staðinn fyrir að leysa vandamál með vandamálum?
Þetta helst hönd í hönd. Stór ástæða þess að skólabúningar þykja sniðugir er útaf einelti og stríðni gagnvart fötum fólks. Ef ég skil þetta rétt finnst þér allt í lagi að gera ekkert þangað til við höfum perfect lausn við þessu, frekar en að reyna að bæta ástandið með öllu því sem við getum gert? Jæja þá horfum við fram á mjög hæga þróun þangað til einhver snillingur fæðist sem hefur svör við öllum heimsins vandamálum.
Sambandi við persónuleikasköpunina er þetta í raun að brjóta hana algjörlega niður (og ég sé ekki hvar þú fær þá hugmynd að ég ætla að vera nakin allan tíman… hefur ekkert með þessa hluti að gera) því að jú margir sýna og segja öðrum hverjir þeir eru með klæðnaði og líkamstjáningu. Oft fær fólk líka tilfinningalegri útrás svalað með því hvernig það klæðir sig og hefur sig til fara.
Með búningum er þetta allt saman eyðilagt og þetta er ákveðin hefting fyrir einstaklinginn.
Það sem ég átti við var að ég er venjulegast í fötum utan skólans. Þar ætti að vera nægur tími til að fara með þessa ‘persónuleikasköpun’ þína sem ég held að felist nú mest í hvað fer hverjum vel og hverju líkar þér að klæðast.
Annars nema þessir mörgu sem sýna hverjir þeir eru með fötum eigi við tjáningarvandamál að stríða efast ég ekki um að þeir geti sýnt fólki hver einstaklingur er með orðum eða gjörðum.
Eins og ég sagði hérna eitthverstaðar að þá eru búningar notaðir t.d. í fangelsi og hernaði til að brjóta niður allt sem að heitir sérstaða og persónufrelsi. Þetta eiga bara að vera vélar, sem stjórnað er af kalli að handan.
Ég brotna ekki niður við að fara að spila fótbolta útaf allir hinir í liðinu eru í samskonar treyjum… Það að vera eins klæddur brýtur engann niður nema að það sé ástæða eða gjörningur til að brjóta persónuna niður fyrir hendi.
Mömmur hljóta að þurfa að vera afskiptasamar varðandi klæðnað krakkanna. Það eru jú þær sem að borga fötin í flestum tilfellum allavega fram að fermingu. Ef að einstaklingur er nokkuð vel til fara og snyrtilegur er honum nú yfirleitt ekki strítt. Ég hef allavega orðið var við að krökkum er mikið meira strítt á því að þau sjálf séu öðruvísi, t.d. feit osf.
Ég var ekki að segja að það væri eitthvað rangt af foreldrum að vera afskiptasamir um klæðnað barnanna sinna, heldur einfaldlega að benda á að mömmur velja oft föt á börnin sín sem getur komið út illa sem og að útaf því geta sumir verið ‘lesnir’ rangt út um hverjir þeir eru.
Annað langar mig líka til að vita. Hvernig eiga búningarnir að vera fyrir stelpur og stráka? Þetta er ekkert auðvelt ef að horft er til veðráttu á Íslandi. Einnig munu búningarnir vera í nokkrum stöðluðum stærðum, og ekki er víst að það henti öllum… ekki ætlastu til að búningarnir verði sérsaumaðir á hvern og einni?
Ég geri ekki ráð fyrir að stelpur væru í stuttu pilsi eða eitthvað þannig(þó perrinn í mér segði svosem ekki nei við því :P) heldur bara almennt þægilegu hlýju fötum. Væri kannski sniðugt að hafa einhverja hlýja peysuflík sem hægt væri að losa sig við í heitara veðri þegar dregur að sumrinu og vera þá bara í einhverjum bol, en að ákveða nákvæmlega hvernig skólabúningur yrði væri nú frekar seint gert í ferli að koma skólabúningi á, því ekki er það erfitt að finna góða málamiðlun.
Með snið hef ég tekið eftir dálitlu sérstöku í fatabúðum, það er accually til small, medium og large… Anyway væri hægt að hafa kvennastærð s.s. þó ég efist um að brjóst flestra stelpna séu að fara að vera það stór á þessum aldri til að messa sniðum upp.