En nú spyr ég, hvað með alla hina námsmennina. Þar sem það eru oftast námsmenn úr hinum bæjunum á höfuðborgarsvæðinu sem koma á bíl. Afhverju fá bara námsmenn í Reykjavík frítt í strætó, ætti þetta ekki líka að gilda um hina til þess að minnka umferðina til muna.
Þetta nýja kerfi mun bitna mest á tveimur menntaskólum, MR og Kvennó (ég er í seinni). Þessi skólar búa yfir nánast engum bílastæðum og nú er meirihlutinn af þeim stæðum sem eru í hverfinu orðin gjaldskyld. Kvennó á t.d. bara einhver 5 bílastæði og eru þau bara fyrir kennara. Þetta væri kanski í lagi, ef við hin sem búum ekki í Reykjavík féngjum líka frítt í strætó, en svo er ekki.
Við getum sem sagt valið um að borga 25. 000 kr fyrir skólakort, í kringum 500 kr á dag fyrir bílastæði eða leggja mörgum götum frá skólanum okkar.
Ég sé ekki lógígina í því að einungis námsmenn í Reykjavík fái frítt í strætó þar sem það eru ótrúlega margir námsmenn úr öðrum bæjum sem sækja nám í Reykjavík.
Mér finnst þetta gjörsamlega óásættanlegt. Persónulega finnst mér, fyrst Reykjavíkurborg vill endilega planta stöðumælum út um allt, að þá ættu allir námsmenn að fá frítt í strætó!!!
lífið gæti reynst auðveldara ef þú reynir að lifa því með bros á vör!!