Gettu betur 2007 - Undanúrslit + úrslit fjórðungsúrslita Núna í kvöld (föstudagskvöldið 16. mars) lauk 8 liða úrslitum í Gettu betur með viðureign MH og ME.

Dregið hefur verið til undanúrslita í Gettu betur.

Í fyrri viðureigninni sem fram fer í Verinu fimmtudagskvöldið 22. mars kl 20:15 mætast:

VERSLUNARSKÓLI ÍSLANDS versus MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK

og er ljóst að hér verður því sem næst um blóðugan bardaga að ræða, ekki aðeins milli keppnisliða heldur milli skólanna í heild, en eins og margir vita ríkir ekki mikill kærleikur milli þessara skóla.

Í síðari viðureigninni sem fram fer í Verinu kvöldið eftir, eða föstudagskvöldið 23. mars kl. 20:15, mætast:

MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ versus MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI

en hér gæti orðið um nokkuð harða baráttu að ræða einnig, enda stóðu bæði lið sig vel í 8 liða úrslitum.

————-

Fullbúin úrslit úr 8 liða úrslitum eru sem hér segir:

1. - Menntaskólinn í Kópavogi [27] - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ [17]
(Nokkuð auðveldur sigur hjá MK-ingum, sem ekki hefur farið mikið fyrir í Gettu betur sl. ár)
2. - Verzlunarskóli Íslands [27] - Menntaskólinn á Akureyri [26]
Versló rétt mer fram sigur gegn MA, en þessi lið kepptu til úrslita 2006. Þar með missti MA hljóðnemann úr höndunum eftir 1 árs viðveru á Akureyri.
3. - Menntaskólinn við Sund [17] - Menntaskólinn í Reykjavík [38]
MR vinnur stórsigur á MS, en styrkur MR kom nokkuð mörgum á óvart, meira að segja að því virðist MRingum sjálfum.
4. - Menntaskólinn á Egilsstöðum [20] - Menntaskólinn við Hamrahlíð [30]
MH vinnur auðveldan sigur á MEingum, þar sem sigur þeirra var aldrei í hættu.