Dregið var kvöldið 27. desember til fyrri umferðar Gettu betur í útvarpinu, sjá hér.
Eftirtalin lið mætast sem hér segir:
Mánudagurinn 8. janúar
1 - Kl. 19.30: Flensborgarskólinn í Hafnarfirði vs. Menntaskólinn að Laugarvatni
2 - Kl. 20:00: Fjölbrautaskóli Suðurnesja vs. Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
3 - Kl. 20:30: Framhaldsskólinn á Laugum vs. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Þriðjudaginn 9. janúar
4 - Kl. 19:30: Menntaskólinn við Sund vs. Fjölbrautaskóli Snæfellinga
5 - Kl. 20:00: Menntaskólinn á Ísafirði vs. Iðnskólinn í Hafnarfirði
6 - Kl. 20:30: Menntaskólinn í Kópavogi vs. Fjölbrautaskóli Norðurlands-vestra
Miðvikudaginn 10. janúar
7 - Kl. 19:30: Borgarholtsskóli vs. Framhaldsskólinn á Húsavík
8 - Kl. 20:00: Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vs. Iðnskólinn í Reykjavík
9 - Kl. 20:30: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti vs. Kvennaskólinn í Reykjavík
Fimmtudaginn 11. janúar
10 - Kl. 19:30: Fjölbrautaskóli Suðurlands vs. Verkmenntaskóli Austurlands
11 - Kl. 20:00: Menntaskólinn Hraðbraut vs. Verkmenntaskólinn á Akureyri
12 - Kl. 20:30: Menntaskólinn á Egilsstöðum vs. Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Föstudaginn 12. janúar
13 - Kl. 19:30: Menntaskólinn við Hamrahlíð vs. Landbúnaðarháskóli Íslands (búfræðibraut)
Dregið í 2. umferð.
Menntaskólinn á Akureyri og Verslunarskóli Íslands sitja sjálfkrafa hjá í fyrri umferð, þar sem þessir skólar kepptu til úrslita í fyrra. Eitt lið situr hjá að auki þar sem aðeins eru 26 sæti í fyrri umferð, en það mun vera Menntaskólinn í Reykjavík sem situr hjá þetta árið.
Sigurvegarar úr fyrri umferð fara í seinni umferð ásamt þeim skólum sem sátu hjá í fyrri umferð, og munu því 16 lið keppa í seinni umferð. Keppt verður í seinni umferð vikuna 15.-19. janúar.
Sú breyting verður í ár að eingöngu sigurvegararnir komast áfram úr seinni umferð í 8 liða úrslit.
Um sjónvarpskeppnina verður fjallað síðar.
Spyrill er sem fyrr Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu, en dómarinn í ár er fyrrum Radíusbróðirinn og Gettu betur spyrillinn Davíð Þór Jónsson.
Heimildir:
Rúv.is
Wikipedia.org
Gaman væri að fá spá frá ykkur um hvernig fyrri umferðin mun fara.