
Dæmin eru ekki röðuð eftir þyngdarstigi og eru mjög misjafnlega þung.
Hér eru dæmin:
Dæmi 1:
Prentari þurfti að nota 2989 tölustafi í blaðsíðutöl þykkrar bókar. Hversu margar voru blaðsíður bókarinnar?
Dæmi 2:
Á krossaprófi var ein spurning ólæsileg, en svarmöguleikarnir voru eftirfarandi:
a) Allt af neðantöldu
b) Ekkert af neðantöldu
c) Allt af ofantöldu
d) Eitt af ofantöldu
e) Ekkert af ofantöldu
f) Ekkert af ofantöldu
Dæmi 3:
Ummál rétthyrnds þríhyrnings er gefið upp sem 60 og hæð hans niður á langhliðina er 12. Finnið hliðarlengdirnar.
Dæmi 4:
Spilakassi tekur við tvenns konar spilapeningum: rauðum og grænum. Í hvert skipti sem settur er einn peningur af tilteknum lit í kassann, skilar hann fimm peningum í hinum litnum. Ef þú byrjar með að spila með 1 grænan pening, er þá mögulegt að þú sért með jafnmarga peninga af hvorum lit eftir að hafa spilað um stund?
Dæmi 5:
Er hægt að setja tvær 22cm breiðar bækur og eina 25cm breiða í 28cm breiðan plastpoka, ef bækurnar þrjár eru allar 1,5 cm á þykkt?
Dæmi 6:
Sannið að ef a, b og c eru á mismunandi ræðar tölur, þá má skrifa [Mynd] sem ræða tölu í öðru veldi.
Dæmi 7:
Tetrómínó er heiti sem notað er oft um form mynduð úr fjórum einingaferningum sem tengdir eru saman á hliðunum (sbr. dómínó sem myndað er úr tveimur ferningum).
a) Sannið að til eru 7 ólík tetrómínó form. (Ef hægt er að snúa einu þannig að það falli ofan á annað, þá er litið á að þau séu eins.)
b) Er mögulegt að púsla þeim saman þannig að þau myndi 7 x 4 rétthyrning?
Dæmi 8:
N dvergum með hæðirnar 1, 2 ,3 … , N er raðað í hring. Svo er reiknaður jákvæður mismunur hæðanna hjá sérhverum tveimur dvergum sem eru hlið við hlið. Köllum summu þessara mismuna V. Hvert er hæsta og lægsta gildið sem V getur tekið?
Endilega leggið heilan í bleyti og reynið við eitthvert dæmana og póstið svörin við þeim hér ef þið viljið. Ég sjálfur er aðeins búinn með nokkur dæmi þarna en mun líklegast pósta mínum lokasvörum á næstu dögum.