Ég hef lengi vel verið að velta fyrir mér tilhvers Kennarar og aðrir aðstandendur í Grunnskólum er, Tökum smá dæmi eins og ef einhver aðili er lagður í einelti í frímínútunum og labbar að inngangnum og biður um að fá að koma inn en er síðan ekki leyft það, það finnst mér það allra heimskulegasta sem til er.
Krakkar sem eru að byrja í Grunnskólum taka þetta kanski ekki mjög alvarlega, það hafa jú örugglega allir lennt í því að húfan sé tekin af sér og þurfa að hlaupa á eftir henni, það er í raun ekki einelti það er bara leikur sem allir ganga í gegnum og stunda.
En þegar lengra er komið að fólk sé farið að grýta krakkana með Snjóboltum og þau biðja um að fá að koma inn og setjast á bekkinn fá það kanski 1 sinnum í mánuði, en ef krakkaranir fara koma oftar og byðja um þetta þá er sagt við þau að þau eigi að vera úti eins og allir aðrir, meina tekur Fólk ekki eftir að það sé eitthvað að ef alltaf sami aðilinn byður um að koma og vera inni á bekknum, og í flestum tilvikum grátandi.
Svo jú í Tímum hafa allir lennt í því að vera skrifa miða á milli, sumir hafa lent í að fá bréf sem eru óviðeigandi og íllgjörn, jú það er að vísu bannað að senda miða sendingar í tímum, svo kanski sér kennarinn þetta að aðilinn sem er verið að skrifa ílla um sé að skoða miðann á og þá er viðkomandi skammaður, en ekki þeir sem sendu miðana í upphafi, afhverju að skamma þann sem er verið að skrifa ílla um?
Á Göngunum á að vera hljóð og enginn að sitja út í horni grátandi en hversu oft í mánuði gerist það að 1-2 í hverjum skóla sitji á ganginum grátinum nær og neitar að tala og rifinn inn í tíma bara, Afhverju ekki að tala við viðkomandi undir 4 augu í stað þess að pína viðkomandi í að fara inn í hóp af krökkum sem hafa látið ílla við viðkomandi?
Þegar það er lengra gengið að fara fela gögn heima hjá sér út skólanum og fá að fara úr tíma til að fara heim og ná í bækurnar, sami viðkomandi aðili, það er eitthvað að ekki satt? hversvegna að vera pína viðkomandi endalaust í stað þess að tala við viðkomandi aðila eins fljótt og er og stöða svona hluti í stað þess að láta viðkomandi þjást í gegnum þetta ár eftir ár?
Jú Grunnskólinn er skiptur sem Haust önn og Vor önn svo kemur sumarið þá loks nær að birta yfir hjá viðkomandi, svo þegar að skóla líður fer strax að dimma yfir viðkomandi fyrstu vikurnar eru ágætar í skólanum, en svo fer allt að versna, hinir íllu aðilar fara taka saman og níðast á viðkomandi aðila,
Viðkomandi aðili reynir að segja frá með því að láta sig hverfa, en hvað er gert, þú færð skammir, svo er viðkomandi aðili sendur til sálfræðings og á þá allt að vera ok?
Málið er að það ætti að lýta á gerendur og svo Þolendur.
Ef þetta er svona í 8 skóla ár og viðkomandi fær vísun úr skóla fyrir slæmar mætingar og hafa ekki lært heimavinnu og ekki mætt í íþróttir og verið sífellt veikur, viðkomandi aðili er látinn í annan skóla og til sálfræðings aftur og hvað ekker?
Gerendurnir sleppa og Þolandinn þarf að hefja nýja skólagöngu eftir slæma skólagöngu, ok fyrst er allt í lagi í nýja skólanum en svo þegar það fréttist um hvernig manneskjan var í gamla skólanum, þessi viðkvæma og afhverju er manneskjan viðkvæm það er afþví hún náði aldrei að byggja sig upp til þess að verða sterk alltaf var borotið hana niður áður en henni tókst að gera kraftaverk og byggja sig upp.
Svo kemur að því að 10 bekkurinn er að verða búinn samræmd próf eru lögð og hvað er ætlast til að viðkomandi fái hærra en 8 í öllu eftir hörmulega skólagöngu? ég held nú síður, viðkomandi þarf að læra allt uppá nýtt svo koma niðurstöðurnar, viðkomandi féll í öllu og kemst því ekki í framhaldskóla á vissar brautir.
Svo er það að Útskrifast hevrsu margir gerendur byðjast afsökunar? 1 ? kanski 2 ef fólk hefur Samvisku til þess, Viðkomandi er sendur til geðlæknis einum degi fyrir útskriftina og hvað á að koma út úr því viðtali? hvað er fólk að hugsa að senda viðkomandi sem er að klára verstu kvöl lífsins, til geðlæknis og láta hann lesa út úr því hvort viðkomandi sé hamingjusamur eða óhamingju samur? auðvitað kemur það út sem hamingjusamur einum degi fyrir útskrift.
og hvað gerist í framtíðinni? viðkomandi fer ekki í framhaldsnám, og ekki í vinnu vegna þess að það er búið að skemma persónuna andlega og líkamlega með því hverngig Starfsfólk grunnskóla hafði engin tök á þessu öllu.
Ég er ekkert að meina neitt íllt með þessu þetta er bara hreinn sannleikur og vil ég að Starfsfólk Grunnskóla fari að taka til hendinni í stað þess að 1-2 úr hverjum grunnskóla lendi ílla út úr honum.
Takk fyrir mig.