Ég ætla hér að segja frá þeim kennurum sem ég er búinn að hafa í 1. – 8. bekk grunnskóla.


Umsjónarennarinn minn í 1. bekk var kona.
Hún var skemmtileg, góð og ekki ströng.
Ég man ekki mikið eftir henni þannig að ég held bara áfram.

Umsjónarkennarinn minn í 2. – 4. bekk var líka kona.
Alltaf í byrjun og lok dagsins lét hún okkur alltaf standa fyrir aftan stólinn okkar, fara með bæn og syngja lag. Hún var annars fín nema þegar hún varð reið.

Saumakennararnir mínir í 1. – 6. bekk voru báðar konur.
Þær voru mjög skemmtilegar og ég man ekki eftir að þær hafi nokkurn tíma verið reiðar.

Danskennarinn minn var karl.
Hann var leiðinlegur, strangur og meiddi stundum krakka.
Fæstum öðrum fannst hann leiðinlegur og nokkrir hættu í dansi út af honum.

Smíðakennarinn minn var karl.
Hann var skemmtilegur, fyndinn og ekki strangur.

Umsjónarkennarinn minn í 5. – 6. bekk var karl.
Hann er örugglega skrítnasti kennari sem ég hef haft.
Hann talaði mikið við okkur og hleypti okkur mjög oft út.
Hann var yfirleitt ágætur en gat orðið mjög reiður.

Umsjónarkennarinn minn í 7. bekk var kona.
Hún var skemmtileg að öllu leiti og ég get ekki sagt mikið annað um hana.

Stærðfræðikennarinn minn í 7. bekk var kona.
Þetta er örugglega einn skemmtilegasti kennari sem ég hef haft.
Hún var skemmtileg og ekki ströng og þegar það var tvöfaldur tími í stærðfræði leyfði hún okkur alltaf að fara út í seinni tímanum.

Enskukennarinn minn í 7. – 8. bekk var karl.
Hann var skemmtilegur og djókaði mikið (og gerir ennþá) og sagði okkur sögur í enda tímans.

Stærðfræðikennarinn minn í 8. bekk (semsagt núverandi) er kona.
Þetta er strangasta og kröfuharðasta manneskja sem ég veit um. Ég hef ekki mikið annað um hana að segja.



Þá er þetta bara komið gott, endilega gefa álit.