Mig langar að skrifa grein um þá kennara sem ég hafði í menntaskóla því að það var svo óstöðugt í grunnskóla en í menntskóla var ég alltaf með sömu kennara:)
Íslenskukennarinn/Sögukennarinn
Hann var í uppáhaldi hjá mér. Þessi maður er einhver áhugaverðasti maður sem ég hef kynnst á minni stuttu ævi og ef ég væri 40 árum eldri væri ég sko hot fyrir honum hehe. Æi hann er svo æðislegur. Maður verður virkilega að vinna sér inn virðingu hjá honum. En hann er heldur ekki þannig að hann kemur illa fram við þá sem eiga erfitt með að læra eða nenna þessu ekki. Hann kemur jafnt fram við alla. Ég get með sanni sagt að hann er besti kennari sem ég hef sagt, enda féll ég aldrei hjá honum:)
Enskukennarinn
Hún var æðisleg. Rosalega ákveðin og talaði með mesta breska hreim í heimi. Svolítill snobbari en það er líka allt í lagi. Yndislegt að hlusta á hana og þegar hún talar var maður með eyrun og augun á henni. Hún hét einkar skemmtilegu nafni sem ekki margir heita á þessu landi. Gerir kannski eilítið upp á milli, enda var stór brú á milli þeirra sem stóðu sig vel og þeim sem stóðu sig illa. Kannski þessvegna sem mér líkaði svona vel við hana:P
Hún var mjög ströng en líka mjög skemmtileg sem gerði hana að æðislegum kennara.
Stærðfræði-, efnafræði- og eðlisfræðikennarinn
Þeir voru nokkrir en ég ætla bara að tala um einn sem kenndi mér mest. Hann var mjög sérstakur og mikið talað um hann í menntaskólanum, sérstaklega þar sem að það var sett sturta inná klósett í skólanum bara fyrir hann því hann hjólaði alltaf í vinnuna. Hann var einnig þekkur fyrir mjög sérstakan framburð á r-inu og auðvitað það að vera alveg einstakur stærðfræðikennari en hann kom mér stærðfræðiheimskingja í gegnum 15 einingar, og án hans hefði ég trúlega ekki meikað þetta.
Spænsku-, félagsfræði- og tjáningarkennarinn
Hún var yndi! Rosalega sérstök og örugglega reykjandi eitthvað en samt svo æðisleg. Talar við alla og gerir ekkert upp á milli. Kennir á svo sérstakan og áhugaverðan hátt. Hún hefur sjálf svo mikinn áhuga á efninu sem hún er að kenna að það vekur áhuga hjá manni. Svo er hún rosalega persónulegur kennari og man nöfnin á öllum:) Algjört æði!
Dönskukennararnir
Var með tvo en þar sem ég fór í svo fá áfanga kynntist maður þeim ekkert almennilega. En þær voru báðar mjög almennilegar. Fyrri kennarinn var dönsk og talaði mjög bjagaða íslensku, hún var mjög mikil tík að mati margra en það voru líka bara þeir sem lærðu ekki heima:) Hin var einnig mjög ströng en ekki jafn skemmtileg.
Þýskukennarinn
Mjög róleg kona. Ég man ekki eftir skiptum þar sem hún missti stjórn á sér eða varð reið. Tímarnir hjá henni liðu en samt kann ég fullt í þýsku. Mjög viðkunnaleg og svona hlýleg. Manni kveið ekki fyrir því að fara í munnleg próf eða próf til hennar því hún var mjög góð og stressaði mann ekki að óþörfu.
Líffræðikennarinn
Án vafa furðulegasti maður í heimi. Kenndi mér ekki mikið enda hafði ég ekki mikinn áhuga á námsefninu. En hann hafði alveg nógan áhuga á þessu fyrir alla. Eiginlega of mikinn. Mjög skrítinn og tímarnir hjá honum voru afar kvíðvænlegir þar sem ég hataði líffræði!
Jarðfræðikennarinn
Mér líkaði mjög vel við hann. Hann var svo rólegur og kenndi manni þetta svo vel. Var svo áhyggjulaus og þægilegur kennari. Tókst að gera eldfjöll og steina mjög áhugaverða:) Örugglega eina manninum í heimi sem hefur tekist að fá mig til þess að vita muninn á grjóti:)
Þetta voru menntaskólakennararnir mínir. Allir voðalega elskur og yndislegir. Líkaði mjög vel við alla kennarana mína í menntaskóla!