Kennararnir mínir :) Ég tók eftir því að það eru nokkrir búnir að skrifa greinar um kennarana sína. Svo ég ákvað að gera það líka þar sem kennaranir mínir eru örugglega frábrugðnir (samt flestir skemmtilegir) flestum kennurum sem þið hafið heyrt um. Njótið;).
P.s. Ég er í níunda bekk.
—–
Íslenskukennarinn
Hann er SPEEES! Hann byrjar alla tíma á því að lesa ljóð, sem við svo tölum um helmiginn af tímanum (þegar við nennum ekki að læra og fáum hann til að tala um ljóðin). Hann er rosalega sérstakur og eiginlega hálf ‘hommalegur’ (mér finnst fáránlegt að segja að einhver sé lessu eða hommalegur þar sem þetta er bara venjulegt fólk), alveg sköllóttur og er búinn að skrifa bók. Léttklikkaður og skemmtilegur maður.

Stærðfræðikennarinn
Hún er fín. Flestum finnst hún fara allt of hratt í námsefnið og sleppa of miklu (eigum að vera byrjuð í annarri bók), en mér finnst þð fínt því ég er oftst LAAAANGT á undan öllum í þessum bókum.

Ensku/umsjónarkennarinn
Hann er bangsi. Það er eiginlega ekki hægt að orða neitt öðruvísi. Hann er algjör unglingur í sér og hagar sér oftast eins og hann sé á aldur við okkur. En hann er frábær kennari og fer mjög vel í námsefnið. Í lífsleikni (umsjónarkennararnir í okkar skóla fara alltaf með bekknm í lífsleikni) finnur hann alltaf upp á einhverjum leikjum, sem hann hefur örugglega lært á KFUM&K.

Náttúrufræðikennarinn
Hann er algjör snillingur. Það er hægt að fá hann til að tala um hvað sem er. Sérstaklega auðvelt að láta hann tala um þegar hann meiddist á hnénu einhverntímann, eða þegar hann var á sjó að veiða hvali. En hann leggur bara fyrir okkur krossapróf og gerir það eftir hvern kafla.

Samfélagsfræðikennarinn
Glósur. Mikið af þeim. Hún er mjög glósuóð manneskja. Allavegana 2 glærur í hverjum tíma. En þessar glósur eru sjaldnast rétt stafsettar og oftast vantar orð inná milli. Hún er samt ágætis kennari og mjög upptekin af jafnréttsbaráttu samkynhneigðra (sem er mjög gott).

Dönskukennarinn
Hún er góður kennari. Við erum bara búin að hafa hana í vetur. Hún bjó í Danmörku og talar svona fullkomna dönsku og skrifar allt á dönsku á töfluna og sgir hvað við eigumað læra heima á dönsku og svona. Hún er voða “týpiskur” íslendingur í útliti. Eiginlega aðeins of, lítil, ljóshærð, HUGE blá augu.

Íþróttakennarinn
Hann er SADISTI. Nei kannski ekki, ég lýg því. Hann er fínn. Hann lætur okur hlaupa mikið og við erum oft í körfubolta og fótbolta en það kemur líka fyrir að við förum í bandí eða eitthvað svoleiðis. Hann hleypir okkur alltaf fljótt upp úr sundi, sem er gott fyrir þá sem þurfa að fra í þýsku í öðrum skóla. Hann finnur líka upp á mjög skrítnum nöfnum sem hann kallar okkur, eins og : Pjelli, Brilli og Teó.

Þýskukennarinn
Þetta er eini kennarinn sem ég virkilega þoli ekki. í fyrsta tímanum kenndi hún okkur nokkrar sagnir, sex eða sjö setningar og persónufornöfnin. Síðan er hún búin að vera að einbeita sér að því að við getum skrifað þetta hraðar en hún. Hún hefur líka þann leiðinlega vana að segja : “afhverju? spurjið þið. Af þvi að…” sem er virkilega óþolandi því hún er búin að verae að láta okkur skrifa þetta upp 12 sinnum og við kunnum þetta öll…
—–
En jæja, þetta eru allir kennararnir sem kenna mér. Takk fyrir mig:)
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.