Mig langar aðeins að segja ykkur frá reynslu minni af grunnskólanum sem ég var í í 10 ár meðan ég var á grunnskóla aldri.
Ég átti strax fra byrjun svolítið bágt heima og leið illa þar og það bitnaði mikið á einkunnum, þá sérstaklega í stærðfræði. og einnig sást það á hegðun minni. Kennarar vorkendu mér en sáu enga ástæðu til að bjóða mér hjálp eða stuðning í námi þó svo að annað foreldri sem ég bjó ekki hjá væri tilbúið til að borga fyrir það.
Árin liðu og ekkert gerðist, einkunnir í stærðfræði fóru aldrei upp fyrir 3 og ég lærði ekki heima enda gat það ekki, en eins og áður þá var ekkert gert. Mér aðeins sagt að sleppa blaðsíðum úr bókinni og fylgjast með í tímum og alltaf var mér lofuð hjálp sem ég svo aldrei fékk.
TÍmarnir fóru heldur ekki í mikið og vegna þess hve bekkurinn var á misjöfnu róli hvað námið varðaði þá miðaði kennslunni aldrei áfram. Mestur tíminn fór í að skamma óþæga krakka sem höfðu engan áhuga á náminu og afgangurinn fór í að hjálpa nemendunum sem kunnu námsefnið upp á 10 en ákváðu að fá “hjálp” til að vera viss um að hlutirnir væru réttir. Á meðan sátu hinir á hakanum.
Í 7. bekk þá lagaðist margt heima og mér fór að líða betur, en samt ekki vel. Í 8. bekk byrjaði ég með kærastanum mínum sem ég er með enn í dag. Það og breytingar heima við urðu til þess að ég hafði áhuga á því að læra og komast áfram og búa til mitt egið venjulega líf. Enkunnir hækkuðu og mér fór að líða allri betur. Samt sat stærðfræðin enn á hakanum þrátt fyrir 2,3 á samræmdum prófum í 7. bekk. Ég gat hvergi fengið hjálp þrátt fyrir að kvarta mikið.
Loksinns í 9. Bekk!!! ákvað nýr kennari( var búin að hafa þá nokkra í stærðfræði í gegnum árin) að senda mig í einverskonar stöðumat og ég kom hræðilega út úr því og þá var ég send í sérkennslu sem mér gekk bara ágætlega í enda hafði áhugan á að læra þetta.
En svona var þetta með flest allt í skólanum, tímarnir fóru í alls ekki neitt og þegar heim úr skólanum var komið gat ég aldrei munað hvað ég lærði nýtt því það var ekkert. Þetta var endalaus upprifjun frá síðasta hausti. Það var farið svo hægt yfir efnið og skólaárið svo langt að mér fannst bara grunnskóli tilgangslaus. Mér gekk miklu betur að lesa kennslubókina, gera verkefnin, lesa allt yfir aftur og vera tilbúin í próf. En það mátti ekki. ÉG varð að fylgja hinum loksinns þegar ég náði mér á skrið í skólanum. Ég mátti ekki læra á þeim hraða sem hentaði mér og ég sá strax hvað framhaldsskóli yrði miklu betri heldur en grunnskóli og það rættist.
Ég held að grunnskólar landsinns ættu að fara aðeins yfir mál sín, eða allavega þessi tiltekni skóli og vanda val kennara, kennslubóka og námsáætlunnar því ekkert af þessu virkaði í grunnskólanum mínum enda voru einkunnir nemenda í samanburði við aðra skóla hræðilegar oft á tíðum.
Ég veit ekki með ykkur en hafið þið einhverja svipaða sögu af skólanum ykkar að segja?