Jæja!! Þá er síðasta önnin mín í framhaldsskóla að renna upp… Aðeins rúmir 3 mánuðir eftir af framhaldsskólaárunum mínum! :)
Ég einhvernveginn trúi því ekki alveg að þetta sé að verða búið, mér finnst ég vera nýbyrjuð…
Mig hlakkar svo til en samt ekki :/
Er ekki alltaf sagt að framhaldskólaárin séu þau bestu í lífinu?? Ég verð nú að viðurkenna það að mér hefur ekki fundist svona svakalega gaman í framhaldsskóla.. Flest öll fögin leiðinleg, kennarar ósanngjarnir, félagslífið ekkert og svo framvegis…
Kannski er þetta einhvernveginn öðruvísi hjá mér.. Ég byrjaði með núverandi kærastanum mínum 16 ára og byrjaði að búa með honum áður en ég varð 17. Þannig ég byrjaði að borga skuldir, kaupa inn í matinn og allt það sem fylgir því að búa ekki hjá foreldrum.. Útaf þessu gat ég ekki alltaf verið að djamma úr mér heilann sem mér finnst samt alveg fínt.. Ég tók alveg út þann pakka þegar ég var yngri (12-16 ára) ..
Er ég búin að missa af einhverju svakalegu? Ég er búin að vera hamingjusöm og skemmta mér öll þessi ár en alltaf heyrir maður þetta sama…
“FRAMHALDSSKÓLAÁRIN ERU BESTU ÁR LÍFS ÞÍNS” ??
Ég get eiginlega ekki verið sammála því.. Ef ég gæti ráðið þá væri ég alltaf í 10. bekk.. ;) Þar var árgangurinn mjög náinn, skemmtilegir kennarar og gaman að gera e-ð af sér, þetta er ekkert svona í framhaldsskóla.. Allavegana ekki hjá mér.. Og svo eru ábyggilega ennþá skemmtilegri ár framundan .. Stofna fjölskyldu, ferðast, afla peninga og svo framvegis..
Þannig ég er búin að mynda mér skoðun.. Framhaldsskólaárin eru ekki bestu ár lífs míns :)
Hvað finnst ykkur?