Nokkrar minningar úr skólagöngu minni, ein úr hverjum bekk – yfirleitt sú skásta, því að þið nenntuð varla að lesa um stafsetningaræfiingar ?
1.bekkur
Ég man hversu reið ég var þegar kom að stafnum M. Við áttum að rétta upp hendi ef nafnið okkar byrjaði á M. Auðvitað rétti ég upp hendina, seinna nafnið mitt byrjar á M.
Ég reifst kennarann um að víst byrjaði nafnið mitt á M !
2.bekkur
Það var kennaravesen svo að við höfðum tvo kennara, karl og konu. Karlinn lét okkur fara með faðirvorið á morgnanna áður en við settumst, greyið var líka með skarð í höku – svo hann lenti í smááá einelti. Konan hinsvegar varð alltaf brjááluð ef einhver að strákunum ræki við í nestistímanum, þeir ættu að fara fram á kló til að gera þannig.
3.bekkur
Leikritið sem við gerðum, ég var blóm sem þurfti að þylja upp ljóð – ekki spennandi.
4.bekkur
Eh. Þarna er eitthvað í móðu svo…
5.bekkur
Danskensla. Kennarinn var að lesa upp og þurfti eitthvað að stoppa rétt áður en hann las upp nafnið mitt. Ég sagði: “Lily2, Já! “. Allur bekkurinn hló. Ah, svo líka þegar ég var að lesa “Ævar á grænni grein” mér tókst að hlæja upphátt í miðjum mjög svo þöglum lestíma. Æts, svo fyrsti enskutíminn minn, ég skyldi ekki einu sinni kennarann þegar hann sagði við alla “What is your name” og ég var ekki einu sinni fyrsti í röðinni. :S
6.bekkur
Árshátíðarleikritið, Urð og grjót, ekkert nema urð og grjót, klífa kletta, klífa kletta, vera að detta… Ég átti að fara með þriðja erindið og átti að væla rosalega - *vælutónn* “missa hælinn undan skónum…”
7.bekkur
Danskan byrjaði *hrollur*. Við lásum bókina um moldvörpuna sem vildi komast að því hver hafði skitið á hausinn á henni. Í sögunni var talað um geitaskít sem moldvörpunni fannst fallegur á litinn.
8.bekkur
Ég barðist hart fyrir því að komast upp í hraðferð í dönsku, og þetta var í eina skiptið sem ég hef lagt hart að mér við að læra dönsku. Við hrekktum kennarann okkar (greyið var vant að kenna 4-6 krökkum í einu, og við vorum tuttugu), með því til dæmis að gera fullt að lóuhljóðum (flaut, einfalt) og einu sinni ákváðum við öll að hósta klukkan tólf, skondið.
10. bekkur
Í tíundubekkjarferðinni fórum við á draugasafnið á Stokkseyri (ég ætla ekki að segja neitt sem skemmir sýninguna) og á einum stað fengu +12 ára að fara inn í herbergi þar sem átti að lyfta hellu. Við fórum saman, fjórir strákar og þrjár stelpur – öll ýttum við áfram einni stelpunni.
Á myndinni stendur (ef það sést ekki…)
If a tree falls in the forrest, and no one is there to chew it, does it make a taste?
Ef tré dettur í skóginum, og enginn er til staðar til að tyggja það, gefur það bragð?