Einu hef ég verið að velta fyrir mér. Og það er: Hvað veldur því að áhugaleysi á náminu kemur fram, í raun áður en nám hefst?
Tökum sem dæmi: Ég er í IR á grunndeild tréiðna, og hluti af náminu er að vera í grunnteikningu. Og í byrjun þessarar viku voru nokkrir nemendur sem voru ekki komnir með eitt einasta áhald sem þau áttu að nota í tímanum.
Mér finnst það sorglegt að ungt fólk, sem hefur alla burði til að láta drauma sína rætast og hafa tök á að stunda það nám sem hjálpar þeim til þess, sýna svo svona áhugaleysi.
Ég sjálf er 27 ára og er fyrst núna í “nógu góðri aðstöðu” til að geta látið draumana mína rætast, þ.e. að fara í nám sem ég hef áhuga á. Þó þarf ég að hafa mun meira fyrir náminu en megnið af þessu unga fólki, því ég er líka með heimili og 2 börn.
Ég skil líka að ungt fólk er stundum ekki með það á hreinu “hvað það vill verða þegar það verður stórt”
En að sóa bæði tíma og fjármunum í nám sem maður ætlar svo ekki að stunda finnst mér sorglegast af öllu.