Ég er gjörsamlega ósammála þessari staðhæfingu.
Ég tel að það sé nauðsinlegt að lengja skólaárið og helst meira en hefur verið gert nú.
Það að hafa svona langt sumarfrí eru leifar af gömlum tímum þar sem þurfti á börnunum að halda í ýmiss sveitastörf eins og sauðburð, sláttur og svo réttir.
Hvergi annarstaðar í hinum vestræna heimi er þetta enn svona og hefur ekki verið í langan tíma.
Enda hafa kannanir sínt að íslendingar eru að dragast mikið aftur úr í námi miðað við sambærilegar þjóðir. Við erum kominn á svipaðan pall og fátækari vestrænar þjóðir eins og Spánn og þykir það ekki til fyrirmyndar.
Svo má ekki gleyma hversu erfitt það er fyrir foreldra að samhæfa vinnu og skóla ?
Samfélagið okkar er einfaldlega þannig að báðir foreldrar þurfa að vinna úti til að halda uppi heimili og hvað á þá að gera þegar börnin far í 3 mánaða sumarfrí ? Nú borga undir þau námsleið eftir námskeið sem kosta fullt af peningum og oft mikið vesen fyrir foreldrana auk þess að vera misskemmtileg og ef krakkar þjást á annað borð af skólaleiða þá fá þau hann líka á þessum námskeiðum, og eru mörg dæmi um það að krakkar vilji ekki fara á þau - ef eins og ég fyrr sagði þau eru á annað borð krakkar sem leiðast skólar.
Þar að auki hafa ekki allir foreldrar jafn mikið fé á milli handanna og það er frekar mikið óréttlaæti gagnvart þeim því þá verða börnin þeirra að vera á götunni á meðan foreldrarnir vinna.
Ég sé því ekkert nema kosti við það að lengja námið og tel annað vera fáránlega afturhaldstefnu og barnaskap.
Nú og varðandi það að börn fái skólaleiða þá held ég að það tengist í rauninni ekkert lengd skólans, heldur meira samblandi af því hvernig persóna barnið er, hvernig foreldrar og aðrir í kringum það presentera skólann og taka á hlutum sem skólanum tengist, hvernig skólinn og kennarar eru og þetta sameinast í það sem er mikilvægast af öllu : Hvort barninu líði vel í skólanum og með það sem það er að gera þar.
Hér er smá dæmi sem er nálægt mér -
en það sem ég var að segja áðan er ekki bara byggt á því heldur mörgum öðrum dæmum sem ég hef séð í kringum mig - með fólk á öllum aldri og ollum tegnundum.
Sonur minn er 7 ára, hann er algjör gaur, og fyrirferðamikill strákur sem elskar action, action, action !
Sumir myndu halda að þetta væri akkúrat týpan sem leiðist að vera í skóla.
En svo er ekki.
Hann er mjög námsfús og honum finnst rosalega gaman í skólanum. Hann fékk ALDREI skólaleiða á síðasta ári og hlakkaði gífurlega til að byrja aftur í ár.
Ég tel að það sé að stóru leiti vegna þess að það er það sem honum er kennt. Ég og mín fjölskylda lítum svo á að nám sé að hinu góða - að það sé í flestum tilvikum GAMAN að læra og vera í skóla og þessum skoðunum höfum við komið áfram til hans og hann lítur á þetta allt sem jákvæðan þátt í lífi sínu.
Auðvitað hafa komið upp erfiðir dagar (t.d. þar sem hann hefur lent í útistöðum við aðra krakka ) - en þeir dagar koma líka í vinnunni hjá mér og þér og þeir dagar koma líka í sumarfríinu á Spáni. Þannig er það nú bara.
En svo vildi ég segja frá frænda sonar míns sem er 6 ára og var að byrja í skólanum núna. Hann grét af hræðslu í viku áður en hann byrjaði því hann var svo viss um að þetta yrði hræðilegt.
Hann var með skólaleiða áður en hann byrjaði. Nú þar sem ég þekki foreldra hans og aðra ættingja þá tel ég mig vita fullkomlega af hverju barnið óttaðist skólann svona mikið og það er einfaldelga það að fjölskyldan presenterar skólann ekki sem eitthvað jákvætt heldur heyrist sífellt í öllum hornum einhver komment um að það sé eðlilegt að finnast skólinn leiðinlegur, að það sé rosalega erfitt að læra að reikna, að það séu ömurlegir kennarar o.s.frv. o.s.frv.
Þetta frændfólk sonar míns gagnrýndi mig t.d. fyrir að senda son minn á leikjanámskeið strax fyrstu vikuna eftir að námi lauk í vor, því “hann hlyti að vera orðinn leiður á skólanum og ætti að fá tækifæri til að leika sér”.
Nú í fyrsta lagi þá stimpluðu þau þessi námskeið sem framhald af skólanum (sem skýri það sem ég sagði fyrr um að sömu krakkar og hata skóla hata námskeiðin) og í öðru lagi þá GEFA þau sér að það sé eðlilegt að barn sé leitt á skólanum.
En svo var bara hreinlega ekki með son minn.
En að svona viðhorf sé haft uppi fyrir framan börnin kennir þeim að svona eigi þetta að vera og það er alls ekki rétt.
Því vill ég endurtaka það að ég tel það að börn fái skólaleiða sé ekki hægt að lækna með styttra skólaári, heldur að það sé eitthvað annað sem er að ef svo er.
Og þá er ég ekki að halda fram að það sé endielga eitthvað að barninu eða foreldrum þess, kanski er kennarinn þess bara ömurlegur eða krakkinn lagður í einelti eða eitthvað allt annað.
Það eru hinsvegar mál sem þarf að taka á hvert fyrir sig en ekki bara segja “Styttum skólaárið”
og sköpum í leiðinn i fullt af öðrum þjófélaglegum vandamálum eins og lélegustu menntun í Norður Evrópu og börn sem þurfa að lifa á götunni yfir sumartíman !!!!!