Jæja nú fer að styttast í samræmdu prófin 2006 sem byrja 3. maí og enda 10. maí. Allir 10. bekkingar á fullu að læra og sumir hverjir að drepast úr stressi.
Ég er sjálf í 10. bekk og tek öll prófin nema náttúrufræði. Ég hef alltaf staðið mig nokkuð vel í skóla og er búin að læra bara jafnt og þétt í allan vetur og er búin að fara alveg ágætlega yfir flest allt efnið þó maður kunni aldrei alveg allt. Ég er ekkert það stressuð fyrir þessu, auðvitað hlakkar mig ekkert til að taka þetta en allir þeir sem ég þekkja sem eru búnir að taka þessi próf segja að þetta sé ekki eins erfitt og maður heldur. Ef þú ert vel undirbúinn og búinn að standa þig ágætlega í skóla þá áttu að geta þetta léttilega. Mér finnst að kennarar séu að stressa nemendur oft á tíðum upp fyrir prófin eins og þetta sé alltof mikið mál. Eða það er mín skoðun því það eru allir að farast úr stressi!
Er ekki málið að vera bara skipulagður þessa síðustu viku fyrir prófin og standa sig eins vel og maður getur. Er einhver að biðja um meira? Svo höldum við bara glöð inn í sumarið eftir að hafa lokið grunnskóla og stefnum á skemmtilegustu ár lífsins :)
Ég vil bara óska öllum þeim sem eru að fara að taka samræmdu prófin góðs gengið og munið að anda með nefinu. Ég ætla allaveganna að reyna það ;)
Takk fyrir mig :)