Góðan daginn, það var örugglega í fyrra sem að svona grein kom seinast en mig hefur alltaf langað að gera svona þannig að já,…ég ætla að gera grein um kennarana mína.
Allavega, bara svo þið vitið það þá er ég í 9unda bekk í litlum skóla á Austurlandi.
[bÍslenska/stærðfræði/náttúrufræði/samfélagsfræði/lífsleikni: Þessi kona kennir mér íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni (einn tími í viku, fjallað um samkynhneigð, kynsjúkdóma o.fl.). Ég veit ekki hvort það sé algengt annarstaðar að kennarar kenni svona mörg fög en það gera það flestir kennararnir í skólanum okkar. Hún er aðeins 23 ára og hún var í 10.bekk í sama skóla og ég þegar ég var í 2.bekk. Hún er þekkt fyrir að klæða sig svoldið glannalega t.d. í mjög flegnum bolum. Hún er góður kennari en getur ekki haldið aga í bekknum. Þótt hún segi einhverjum að setjast niður, þagna eða eitthvað þá er örugglega helmingurinn af bekknum sem hlustar ekki á hana. Það sýnir líka hvað margir krakkarnir í bekknum mínum eru óþroskaðir. En þegar allir geta þagnað þá er mjög gaman í tímum hjá henni.
Í náttúrufræði myndi ég segja að hún væri ströngust en í lífleikni og samfélagsfræði er hún mjög afslöppuð og gaman í þeim tímum. Í stærðfræði er hún svoldið ströng og sérstaklega við okkur sem tökum samrændupróf í stærðfræði.
Danska: Dönskukennarinn minn er kona sem ekki er eldri en þrítugt. Hún er mjög furðuleg að mínu mati. Annað hvort er hún mjög skemmtileg og fer í leiki með okkur (kannski barnalegt en okkur finnst gaman að fíflast), í tölvur eða leyfir okkur að horfa danskar myndir. En stundum er hún algjör martröð, öskrar og æpir á hvern sá sem gefur frá sér hljóð og er geðveikt ströng. Ekki bætir að úr skák að það eru 2-3 stákar sem snúa úr öllu sem hún alltaf segir, alltaf, og þá verður hún mjög pirruð. Það er eins og hún hafi tvo persónuleika, einn skemmtilegan og einn strangan. Að vísu hef ég bara lært eitthvað þegar hún er ströng. Hún er ágætis kennari og kann dönsku orðabókina utanaf.
Enska: Ég er með tvo kennara í þessu fagi. Annar enskukennarinn minn er karl sem er með mér í tímum bara venjulega, semsagt í 9undar bekkjar námsefni og ein kona sem er með mér í 10bekkjar námsefni því ég tek samræmt próf úr ensku í vor. Maðurinn er mjög furðulegur. Hann dýrkar fótboltaliðið Liverpool og gengur bara um í Liverpool fötum og bjó held ég í nokkur ár í Liverpool og er góður í enskri málfræði.
Hann er mjög spes og er alltaf með einhverja takta. En fínn kennari hann er og ég hef lært mikið af honum. Sama má segja um 10bekkjar kennarann, strangur en ekkert of og kennir vel. Sú kona er mikil í holdum og frekar lítil og getur verið geðveikt leiðinleg en er venjulega ágæt.
Sund/Íþróttir: Í sundi og íþróttum eru maður um fertugt að kenna mér sem kenndi pabba mínum íþróttir í menntaskóla. Þessi kennari er sagður hafa þjálfað sérsveitina og ég gæti alveg trúað því. Hann er mjög hress en mjög strangur. Hann þjálfar meistaraflokk karla í körfubolta í úrvalsdeildinni (féllu samt á þessu ári) og eríþróttafræðingur eða eitthvað svoleiðis. Hann er mjög góður kennari og getur alltaf hjálpað manni í sambandi við meiðsli og maður getur spurt hann um allt.
Í sundi er hann samt mjög strangur eða kannski ekki beint strangur en hann lætur okkur synda mjög mikið miðað við það sem ég heyri frá krökkum annarstaðar á landinu. Við erum látin synda örugglega 1km í hverjum tíma á meðan krakkar annarsstaðar á landinu eru í pottinum.