Hæhæ,
Mig langaði aðeins að tjá mig um mætingarvesenið á mér sem hefur verið að hrjá mig. Eftir áramót ætlaði ég að taka mig á eftir að hafa mætt illa seinustu önn í skólanum. Það fór nú alls ekki þannig, heldur versnaði það af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki. Vegna þess þá hefur það valdið mér mikilli vanlíðan, skil ekki alveg afhverju. Það kannski myndaðist svona kvíði við að koma í skólann og vita eiginlega ekkert hvað er í gangi. Ég gat ekki fengið vottorð fyrir veikindum vegna þess að ég var ekki “veik” tvo daga í röð eða meira heldur bara annan hvern dag og mætti hálfa dagana.
Svo kom það náttúrulega í bakið á mér að áður en ég vissi af þá átti ég í miklum skuldum með verkefni og prófin hlaðin á mann. Svo mætti ég auðvitað ekki í prófin þar sem ég vissi að ég gæti ekki svarað neinu í þeim. Svo fékk maður auðvitað frest, þar sem að mætti bara segja að mottóið mitt er að fresta hlutunum og helst frá frest við að skila. Þó ég mæli alls ekki með þessu mottói!
Það lenti nú þannig að ég þurfti að taka 3 próf sama daginn í sama tíma, s.s. stoðtíma eða aukatíma. Var maður ekki bara stressaður og kvíðinni og leiðinlegur, ég var mjög leiðinleg við foreldra mína t.d. Svo fór áfangastjórinn að reyna að ná í mig, bað mig um að koma til sín strax! Maður orðin líka kvíðin fyrir því!
Ég gerði það svo hún talaði við mig og ákvað að senda mig til námsráðgjafa þar sem að ég átti að vera í umsjón hjá.
Vá, það var soldið erfitt að vera hjá henni, hún talaði við mig með svo miklum vorkunnar tón að mig langaði helst til að gráta! En ég auðvitað hélt aftur að mér því ég gat ekki svarað spurningum hennar: “Afhverju mættiru ekki?” “hvað er að?” “er vandamál heima?” “líður þér illa?”
Jæja.. ég á allavega frábærustu vini í heimi, þeim var sko ekki sama þó ég mætti ekki, létu mig náttúrulega alltaf heyra það og svo gerðu þau samning við mig að ef ég mætti í hvern einasta tíma alla vikuna að þá fengi ég köku! Og ég tók þessum díl og mætti alla vikuna og fékk köku:þ
Núna fer ég einu sinni í viku til námsráðgjafa og mamma og pabbi hafa séð mikinn mun á mér þar sme ég er ekki jafn leiðinleg við þau hehe og ég verð vonandi ekki rekin úr skólanum (má ekki mæta illa 2 annir í röð annars verður maður rekinn) því að ef þau sjá að maður er að reyna að mæta og bæta sig þá held ég að þau leyfi manni að vera.
Eina vandamálið hjá mér núna er námið, veit ekki hvernig ég á að koma mér upp frá því sem ég missti úr, en ég fékk svona stundaáætlun hjá námsráðgjafanum og ætla mér að reyna að vera búin að skrifa ritgerð fyrir heimspeki, skila vinnubók fyrir sögu, skila verkefnum í þýsku og lesa bók fyrir ensku í enda vikunnar hehe… Gangi mér vel!!
Annars styð ég fólk til að fara til námsráðgjafa ef því líður eitthvað illa eða er í vanda meiraðsegja ef það er bara andlegt:)
Vonandi hjálpaði ég einhverjum með þessari grein:)