Það er ekkert meira sem drepur niður alla löngun í skóla en grunnskólakerfið á Íslandi, að mínu mati allavega. Enginn fær að njóta sín fyrr en í fyrsta lagi í 7.-8. bekk þegar nemendurnir eru loksins farnir að hafa áhrif (upp að ákveðnu marki) á sínu öllu. Fyrir það er hugsað fyrir mann, allir eru á sama hraða, allt er svo margtuggið ofan í mann að maður er rétt að æla. Það er sem betur fer farið að taka tillit til eldri nemenda (8-10 bekk) og þá er fyrst talið að nemendur séu komnir með þann þroska sem þarf til þess að stjóra einhverjum af sínum málum. Að vissu marki er það rétt.
En svo eru hinir sem leynast inn á milli, fólk sem er gáfað eða þroskað og passar kannski ekki alveg inn í kerfinu. Ég var allavega svoleiðis… þegar ég lít aftur sé ég að það er næstum haldið niður af manni. Ef þú varst búin með verkefnin áttiru að bíða eftir hinum, í einstaka fögum fékkstu aukaverkefni en þau voru nákvæmlega sama efni og þú varst nýbúin(n) að vinna og gerði nákvæmlega ekkert. Aðrir geta kannski ekki unnið svona fljótt, voru búin með verkefnin á sama tíma og aðrir og jafnvel lengur en náðu þessu í fyrsta skipti. Það er enn síður tekið tillit til þeirra! Aldrei er boðið upp á hraðferð þar sem lítið er farið í efnið, en það tekið hægar. Þú þarft ekki að klára 14 bls fyrir morgundaginn heldur kannski bara valin dæmi inn á milli. Með því kerfi gætu sumir einstaklingar náð ótrúlega langt á ótrúlega stuttum tíma.
Loksins þegar ég komst í menntaskóla og fór að ákveða hvað ég vildi læra, hvað ég væri að gera og fara algjörlega eftir áhuga og getu þá opnast ný veröld fyrir manni. Maður sér loksins allt sem maður getur orðið.. ég tek þennan áfanga og þessvegna kemst ég hingað inn, þú færð ekki svona kynningu eins og í 10. bekk… þessi skóli bíður upp á þetta og þessi upp á þetta.. þetta er alvöru. Þetta er eins og ganga inn í nýtt herbergi þar sem þú sérð möguleikana allstaðar og það er undir þér komið hvort þú getur nýtt þá eða ekki. Það er kosturinn við að geta fallið, þú leggur þig fram og ef þú gerir það ekki þá kemstu ekki áfram. Í grunnskóla skiptir engu máli hvaða einkunir þú færð, þú kemst áfram. Það er 6. bekkur eftir þann 5. hvort sem þú fékkst 3 í öllu eða 10.
Og svo koma samræmdu prófin, allt í einu segja allir við þig að þú sért að taka mikilvægustu próf lífs þíns og allt veltur á því hvernig þér gengur í þeim. Það skellur á þér álagið og allt í einu skiptir þetta máli. Mér finnst að þú ættir að geta, kannski ekki dottið niður um bekk, en verði refsað á einhvern hátt fyrir að ganga illa þegar þú ert komin(n) í efri bekki grunnskólanns, það gerir þig meira undirbúin fyrir bæði samræmdu prófin (sem skipta nákvæmlega engu máli og eru algjörlega hræðileg leið við að meta nemendur) Það er nefnilega ekki bara tilviljun afhverju þunglyndi, drykkja eða önnur vímuefni eða prófkvíði sem orðið jafn algengt og nú er orðið. Fræðingar koma alltaf með sama svarið við þessu, hópþrýstingur, vinirnir, meira framboð á allskonar efnum og síðast en ekki síst neyslusamfélagið.
En hefur engum dottið í hug að skólinn sjálfur gæti hafa haft nokkur áhrif á þetta? Er kannski ástæðan á þunglyndinu að manneskjan hafi aldrei fengið stuðning eða hvatningu gengum skólann? Og þá meina ég frá skólanum, því að það eru ekki bara foreldrar/forráðamenn sem eiga að sjá um hvatninguna. Þú átt að geta stundað þitt nám á sama leveli og þú ert. Ekki of erfitt og ekki of létt, það leiðir til skólaleiða og kannski jafnvel enn verri hluta eins og þunglyndis, einangrunar eða annað. Fólki finnst kannski eins og það sé einskis nýtt í þjóðfélaginu. Og svo kemur samræmduprófs-kvalningin. Skilaboðin sem þú færð eru: “EF ÞÚ NÆRÐ EKKI SAMRÆMDU PRÓFUNUM ÞÁ ENDARU EINS OG AUMINGI Á GÖTUNNI!” Nákvæmlega þetta er það sem hver einast nemandi lendir í. Og hvað er verra fyrir þá sem eru kannski ekki sterkir einstaklingar fyrir en að heyra það alla tíð að geta aldrei orðið neitt? Og svo eftir samræmdu prófin ertu allt í einu farin(n) að ráða öllu! Allt í einu smellur þetta… Og svo á núna að stytta menntaskólann.. láta hann verða 3 ár eins og á hinum norðurlöndunum. Frekar ætti að breyta grunnskólakerfinu þannig að þú værir það einu ári lengur.. 16 ára einstaklingur þolir ekki að heilt ár í menntaskóla fari niður í 10.bekk… ef stjórnvöld gera það… þá gjörið svo vel og byggið fleiri stofnanir sem hjálpa fólki með geðræn vandamál. Því ekki nóg með að gera hálft samfélagið hálfgeðveikt þá skiptið þið ykkur ekkert að því. Það eina sem skiptir ykkur máli er góða fólkið sem fer gegnum kerfið eins og þið viljið og enda svo uppi með gott stúdentspróf frá MR og háskólapróf í lögfræði frá HÍ.
Hvað um allt hitt fólkið? Endar það allt á götunni vegna ykkar?
Shadows will never see the sun