Ákvað að koma með smá pælingar hér inn þar sem að ég hef ekkert betra við tíma minn að gera. Nú sit ég heima og skrifa á tölvuna, og fyrsti skóladagur minn að renna upp þar sem aðeins eru nokkrir tímar í hann. Lít ég upp á klukkuna á veggnum í herberginu mínu og sé ég að hún slær 01:20.
En nú koma pælingarnar. Fyrir ykkur sem eruð í skóla, og finnst leiðinlegt í skólanum almennt, þá mæli ég eindregið með því að þið breytið um hugsunarhátt sem FYRST! Sjálfur er ég í FB og verð ég að segja að tilhlökkunin er farin að gera vart við sig. Er ég alveg búinn að fá nóg af þessu vetrarfríi, þar sem maður var að fara í matarboð og vinna í hlutastarfi, á meðan á því stóð.
Er án efa skemmtilegra að sitja í kennslustofu og glugga í bækur heldur en að þurfa að renna vörum í gegnum skynjara á kassa og heyra endalaus bíp, bíp, bíp. Ekki nóg með það, heldur þá sýnir fólk manni stundum ókurteisi á meðan maður er í vinnuni.
En sem betur fer er það afstaðið þar sem maður er farinn að einbeita sér að skólanum. En er ekki skóli=vinna? Allavega þá get ég verið sammála þeirri skoðun.
Menntun er ekki sjálfgefin, þar sem fólk þarf að vinna, þar að segja glósa,lesa,hugsa, o.s.frv. Skólinn er framtíðin! Er virkilega þess virði að sleppa skóla og vinna í matvöruverslun, þar sem gamalt fólk er að tauta yfir verðinu, sem gerir það að verkum að maður væri til í að setja eitt gott högg í það. Nei held ekki, allavega þá er ég að verða brjálaður á þessu bíp-i og er ég feginn að skólinn sé að byrja :)
Annars þá voru þetta pælingar frá mér til að fá einhverjar umræður inná þetta áhugamál, og vona ég að þið hafið notið góðs af, þó að mest af því sem ég sagði, væri gömul tugga.