Þetta kemur sennilega að litlu gagni, nú þegar prófin eru að klárast, en ég ætla samt að senda inn örlítinn lista sem ég vann fyrir dönskuprófið mitt í gær. ATH, þetta er ekki næstum því allt sem dönsk málfræði inniheldur, en þetta er svona það helsta um lýsingarorð og nafnorð.
Óákveðinn greinir nafnorða
En í samkyni
Et í hvorugkyni
Ekki notaður í fleirtölu
1. Óákveðinn greinir er notaður með öllum teljanlegum nafnorðum
2. Óákveðinn greinir er ekki notaður með efna-, safn- og hugmyndaheitum
3. Ef sagnirnar være eða blive standa með orðum sem tákna atvinnu eða þjóðerni er ekki notaður óákveðinn greinir. Dæmi: Han er lærer.
ATH: Ef lýsingarorð stendur með orðinu sem einkunn er notaður óákveðinn greinir. Dæmi: Han er god lærer.
Þetta á einnig við um tilvísunarsetningar Dæmi: Han er en god læge sem alle kan stole på. Í þessu tilfelli þjónar tilvísunarsetningutverki einkunnar.
Einnig má athuga að í föstum orðasamböndum er yfirleitt sleppt að nota óákveðinn greini. Dæmi: At køre på cykle
Kyn nafnorða
Í dönsku eru tvö kyn, samkyn og hvorugkyn. Samkyn er í raun sameinað karlkyn og kvenkyn ef tekið er tillit til íslenskrar málfræði. Í samkyni er óákveðni greinirinn en notaður. Í hvorugkyni er óákveðni greinirinn et notaður.
í flestum tilfellum eru orð sem eru hvorugkyns í íslensku hvorugkyn í dönsku. Það sama gildir um samkyn, en þó eru nokkrar undantekningar frá hvorutveggja.
Auk þess eru nokkur orð sem hafa mismunandi merkingu eftir því hvort er notaður en eða et greinir
Fleirtala nafnorða
Fleirtala danskra nafnorða myndast á fjóra vegu (auk hljóðbreytinga)
“E” ending
A) Orð af norrænum uppruna. Flest eru eitt atkvæði.
Dæmi: Dreng-e, Hus-e, stol-e, bord-e, skib-e, dør-e
B) Atvinnuheiti mynduð af sögnum
Dæmi: Bager-e, maler-e, flyver-e, fisker-e
C) Nöfn á þjóðerni
Dæmi: dansker-e, russer-e, amerikansker-e
ATH
Þegar ákveðinn greinir bætist við B) og C), fellur fleirtölu e-ið niður
Dæmi: En dansker(et), danskere(ft), alle danskerne
D) Orð sem enda á –rd og –dom
Dæmi: fjord-e, sygdom-e
“R” ending
Langflest orð sem enda á herslulausu “e”
Dæmi: Uge-r, æble-r, billeder, skole-r, menneske-r, kjole-r
“Er” ending
A) Öll orð sem enda á –hed og –ing
Dæmi: Bygning-er, kylling-er, lejlighed-er
B) Erlend orð sem enda á -or
Dæmi: Professor-er, motor-er, kontor-er
C) Erlend orð sem enda á –um
Dæmi: Et gymnasium – gymnasier, et museum – museer
D) Orð af erlendum uppruna (ATH framburð)
Dæmi: Papir-er, elev-er, person-er, passager-er
E) Sum orð sem enda á –t
Dæmi: Frugt-er, blomst-er, fest-er, gæst-er
F) Nokkur eins atkvæðisorð sem enda oft á áherslusérhljóða
Dæmi: By-er, træ-er, bil-er, bus-busser
Án endingar
Dæmi: Æg, kort, dyr, skrig, fejl, fisk, ting o.fl.
Hljóðbreytingar
Við myndun fleirtölu geta eftirfarandi hljóðbreytingar átt sér stað:
Tvöföldun – Endasamhljóði tvöfaldast ef sérhljóði á undan er stuttur
Dæmi: En bus – busser, en ven – venner, et hotel – hoteller
Brottfall – Orð sem enda á -el, -er og –en fella niður e-ið úr endingunni ef greini er bætt við eða orð sett í fleirtölu
Dæmi: En onkel – onkler, en vinter - vintre
Einföldun – Þegar tvöfaldur samhljóði einfaldast í kjölfar brottfalls kallast það einföldun.
Dæmi: Gaffel – Gafler, Kartoffel – kartofler
Brottfall:
A og Å verða Æ
A verður líka ø
O verður ø
Dæmi: Mand – mænd, tand – tænder, gås – gæs, tå – tæer, barn – børn.
Ákveðinn greinir lýsingarorða
Den í samkyni eintölu
Det í hvorugkyni eintölu
De í fleirtölu í báðum kynjum
Þegar ákveðinn greinir lýsingarorða stendur fyrir framan orð bætist –e við orðið.
Dæmi:
Den dejlige kage
Det flotte bil
Hvorugkyn lýsingarorða
Hvorugkynið myndast með því að –t er bætt við samkyn eintölu.
Dæmi:
En god bil (samkyn)
Et godt hus (hvorugkyn)
Fleirtala lýsingarorða
Fleirtala lýsingarorða myndast með því að við bætum –e aftan við samlyn eintölu.
Dæmi: Mange dejlige huse
Hljóðbreytingar lýsingarorða
Eru að mestu leyti eins og hjá nafnorðum að einni reglu viðbættri
-et í enda orðs breytist í –ede í ákveðnum hætti (á eftir ákv.gr lo – áb.fn. – eingarfn. – eignarfalli og fleirtölu)
Dæmi: Snavset – snavsede, ternet – ternede
Viðbótareglur lýsingarorða
A) Lýsingarorð sem enda á –sk bæta ekki við sig hvorugkyns –t, þau bæta samt sem áður við sig fleirtölu –e og –e ákveðins háttar
B) Lýsingarorð sem enda á sérhljóða bæta við sig hvorugkyns –t en ekki –e
Eignarfall
Eignarfall myndast með því að bæta s við eigandann. Eigandinn kemur á undan eigninni, ögugt við íslensku
Dæmi: Mandens cykle
Hver er eigandi?
Við skrifum svarið +s og svo skrifum við eignina