Já, enn ein kennaragreinin, maður er ekki búinn að sjá nýja þannig í nokkurn tíma, þannig að ég ákvað að setjast loxins niður og skrifa eina grein :} Eða reyndar, þá erég búinn að ætla að skrifa þetta lengi, hef bara aldrei komið mér í það, en fyrst að það erfrí í skólanum skelli ég í eina grein :}
Enska
Enskukennarinn minn er ungleg kona, og er alveg fínn kennari. Hún veit alveg hvað við eigum að kunna, við förum hratt og örugglega gegnum námsefnið hjá henni, en hún er ströng á að læra heima :/En, ég verð að segja að hún er með betri enskukennurum sem ég hef haft :}
Danska
Eitt orð sem lýsir manninum: Tregur. Hann er ekki menntaður kennari, heldur félaxfræðingur eða e-ð, eina ástæðan fyrir því að hann var ráðinn er sú að hann bjó úti í Svíþjóð. Mér finnstég ekkert læra af honum, hann hefur enga stjórn í tímum, og ætti bara alls ekki að vera að kenna. Hann hættir 1. desember, ef það er atvinnulaus dönskukennari að lesa, þá máttu endilega sækja um :} Þetta sárvantar…
Íslenska
Já, hann… Ekkert besti kennari í heimi, sú sem var í fyrra flutti út á land og þessi komí staðinn. Við erum alltaf að glósa hjá honum, nákvælmlega sama texta og stendur í ljósritaða heftinu sem við fengum. Hann truflar námsfrið, gefur svona 2 a.m.k. truflanirí hverjum tíma, sem trufla ekkert, en alltaf þegar hann segir “truflun”, það truflar. Hann er að kenna þetta námsefni í fyrsta skipti, ég held að hann sé hálfpartinn að rifja þetta upp sjálfur þegar hann kennir okkur.
Og já, mér til mikillar undrunar, þá notar hann ekki Internet Explorer fyrir netið þegar hann er að sýna síður í skjávarpanum, heldur FireFox. Hann er eini kennarinn sem ég hef séð nota Eldrefinn ágæta á minni nærrum 10 ára skólagöngu, hann fær credit fyrir það þóað það tengist ekki náminu :}
Samfélagsfræði
Skólinn er á eftir með samfélaxfræðikennslu, því miður. En, kennarinn á samt ekki að segja nemendum að þeir eigi engan séns í samræmda samfélaxfræðiprófið! Hún sagði það, og svo neitaði hún að hafa sagt það. Hún getur ekkistaðið á baki orða sinna…
Hún erágætur kennari, kennir aðallega gegnum skjávarpann sem er mjög þægilegt, það er ekkert svo mikið að glósa, lítil heimavinna, bara, fínn letitími :}
Stærðfræði og lífsleikni
Stærðfræðikennarinn okkar er örugglega elsti kennarinn í skólanum, 53 ára. Hann hefur kennt í fjölda ára, var áðurí Álftó. Hann veit upp á hár hvað við þurfum að læra fyrir samræmdu og hvað ekki, getur sagt okkur að sleppa að læra sumt, hann er æðislegur þegar maður miðar við það sem maður fær út úr náminu. Eeeen, hann er samt leiðinlegur, röddin er með svona RÚV tón hálfgerðan, hann kemur óspart með skot á tossana, mikil karlremba, og ég held að hann fái e-ð út úr því að fá að ráða yfir okkur…
Þegar ég kom fyrst í þennan skóla, þá var hann líka að byrja nýr, og þegar mamma og pabbi fréttu að hann ætti að verða umsjónarkennarinn minn, þá fannst þeim það gaman því að hann er líka að vinna á golfvellinum sem mamma og pabbi spila á, og þau spilastundum með honum og þekkja hann vel.
Náttúrufræði og náttúrufræði val
Skemmtilegasti kennarinn í skólanum! Hún er ung, kemur námsefninu vel frá sér, kann allt upp á hár, og mér finnst bara æðislega gaman að sitja tíma hjá henni. Reyndar, í fyrraþegar við vorum í svona náttúrufræðistofu í náttúrufræði, með hópborðum og ýmsum eðlisfræðitólum þið vitið, þá hafði hún enga stjórn á bekknum, en núna erum við í hefðbundinni skólastofu, og það er miklu rólegra að sitja tímana hennar núna.
Í náttúrufræði val erum við í náttúrufræðistofunni, þar hefur hún enga stjórn, jafnvel þó að allirí tímanum séu fyrirmyndarnemendur nema nokkrir, þ.e. þeir sem ætla að taka samræmda náttúrufræðiprófið.
Gallinn við hana er að hún er kasólétt og fer bráðum í orlof :/
Og já, hvað er það með náttúrufræðikennara(og líffræði- og eðlisfræðikennara) að vera svona æðislegir? Alllar þrjár sem ég hef fengið eru ungar skemmtilegar konur, sem kunna að kenna án þess að gera það of leiðinlegt, það hlýtur að vera erfitt…
Spænska
Okkur kennir kona sem er frá Perú, hún er alveg ágæt, en ég huxa mér að hún myndi ekki geta kljást við allan bekkinn, en bara við “gáfaða fólkið” erum í spænsku ;} Hún kennir mikið munnlega, annað en sú sem ég var með í fyrra, sem kenndi bara bóklega. Mér fannst það eiginlega betra… Það er mjög auðvelt að sleppa við próf hjá henni, hún var komin með það á miðvikudaginn, en við báðum um að fresta því og hún gerði það :} Það gætu fleiri kannast við hana, hún kennir í öðrum skólum, sem ég nefni ekki hér…
Sund
Tveir kallar að kenna okkur, veit eiginlega ekki hvernig ég á að meta þá, er ekkert að pæla í sundkennslunni sem slíkri, bara synda sem fljótast og fá að fara í pottinn :}
Íþróttir
Já, þar eru það kall og kona, kallinn kennir líka sundið. Fínir kennarar bara, ég veit eiginlega ekkert hvernigég met þessa kennara…
Heimilisfræði
Sú sem kennir það er skemmtileg kona, hún er menntaður kokkur og er bara nýbúin að fá kennsluréttindi. Það er æðislegt að vera með kokk í heimilisfræði, því hún veit hvað á að bjóða, ég hef reynslu af því að vera með hollustufrík sem heimilisfræðikennara, hún setti heilhveiti og spelt og þannig út í allt! Það gerir þessi ekki, við gerum mikið af sætindum, og vorum t.d. á síðasta föstudag að elda stóra máltíð, pasta, lambalæri og brownies, og það var æði :} Hún hefur húmor, og er bara örugglega besti heimilisfræðkennarinn sem ég hef haft.
Já, vona að ykkur hafi ekki leiðst þessi lestur of mikið, en, þetta eru kennararnir sem kenna mérí stuttu máli…