Tilgangur þessarar greinar hjá mér er að forvitnast um hvernig gekk að komast inn í framhaldsskólana. Hver aðsóknin var á hverjum stað, hvaða kröfur voru gerðar til nýnemanna, hvernig farið var eftir þeim o.s.frv.
Ég sótti um í MR og komst þar inn. Mér gekk mjög vel á samræmdu og það kom mér svo sem ekki mikið á óvart að vera tekin inn, en fólk sem ég veit um og var með fall á e-u af prófunum komst líka inn. Tilvonandi MR-ingar endilega tjáið ykkur.
Einnig spyr ég: Veit einhver hverjar lægstu einkunnirnar voru sem þurfti að hafa til að vera tekinn inn? Ég veit að t.d. í Verzló var farið eftir listanum og allir sem voru með 8 og yfir komust beint inn, og svo koll af kolli þar til plássið fylltist. Hver var vinsælasti skólinn?
Kveðja,
Selene