Jæja, þar sem þetta greinaátak er í gangi hef ég ákveðið að gera nokkrar af stuttum en frekar skrýtnum mynningum frá skólagöngu minni.


Elsta minningin sem ég man eftir var að þegar ég var í fyrsta bekk og í skólaskjóli. Mamma átti að vera kominn að sækja mig og ég var farinn að verða óþreyjufullur. Síðan allt í einu sé ég í bakið á mömmu að labba í burtu….í átinna að húsinu mínu!! Án þess að hugsa tvisar hljóp ég á eftir henni háskælandi öskrandi MAMMA MAMMA allir voru úti og störðu á mig hlaupa á eftir þessari konu sem fjarlægðist. Mér var alveg sama, hún var búin að gleyma mér og ég ætlaði ekki að búa í skólanum það eftir var! En þegar ég var 2metrum frá henni sneri hún sér við og ég sé að þetta var ekkert mamma mín! Heldur eitthvar allt önnur kona. En þar sem eg var í glænýjum skóm þá gat ég ekki stoppað og klessti frekar skömmustulega á hana. Ég labbaði til baka að skólanum. Og krakkarnir…öll standandi kyrr og ég labbaði áfram niðurlútur, og lét eins og ekkert hafði í skorist.

————————

Frekar stutt en neyðarlegt samt. Ég var á klóinu og barnsfóstran var vön að koma að skeina mér :). Allavegana eitthvern veginn hittist það á að (ég giska á)8bekkur var að labba framhjá. Ég að sjálfsögðu með galopnar klósettdyr öskra BÚINN!. Allur bekkurinn sprakk og ég roðnaði eins og tómatur! 8bekkingar horfðu á mig eins og fávita í 1 og 1/2 ár.

————————

Ein skemmtileg. Ég var að fara á klósettið í lok fyrsta bekkjar. Mér fannst ég vera orðinn stór strákur þannig ég læsti klósettinu. Þegar ég var búinn að pissa ætlaði ég að opna. En hvað? Dyrnar neituðu að opnast! Ég þarna inni aleinn,læstur og það verta var, með innilokunarkennd. Í skólanum er það þannig að það eru tvo klósett við svona útigarð eða eitthvað sem er samt inni í skólanum. Eins og kassi bara. Til allrar hamingju var grillpartý þar úti svo ég tók klósettpappír fleygði honum útum gluggann og öskraði með tárin í augunum á hjálp. Eftir smá stund tók kennarinn loks eftir mér og kom eins og skot. Eftir smá stund opnaðist klósettið og ég þaut bókstaflega út og beint til fóstrunnar sem huggaði mig auðvitað :P

————————

Þessi er mjög skemmtileg og flokkast undir golden moments. Bekkjarsystir mín var eitthvað ósátt það sem kennarinn var að gera og ætlaði að fara. Kennarinn sagði: ***** þú getur ekkert farið!! Bekkjarsystir: Jú! Ég er með lykla!!

————————

Einu sinni var svona kynningardæmi í þriðja bekk. Foreldrar komu og útskýrðu hvað þau gerðu. Í þetta sinn var foreldri sem málar. Hún var eitthvað að sýna master-piece-ið sitt og hvað…ég gubba! Hún hefur ekki horft á mig síðan! Skemmtilegi bekkjarbróðir minn kom með alla stóru vini sína úr 4,bekk til að þefa af ælunni! Skemmtilegur sá. Allavegana ég var náttúrulega nýbúinn að heyra það að kona vissi að hún væri ófrísk ef hún gubbaði. Ég fór náttúrulega í panic attack og grét allan skóladaginn, og bara daginn yfirleitt! Ég var náttúrulega það saklaus að ég vissi ekkert hvernig börn yrðu til, en ég vissi hvernig þau voru fædd! Ég ímyndaði mér að sjálfsögðu að barnið kæmi út *öhömm*. :) Það tók mömmu, pabba og kennarann að ég gæti ekki orðið ófrískur, því þó ég væri stelpa þá væri ég og ungur. Eftir nokkra daga róaðist ég :)

————————

Það var vinsælt í 1,2 og þriðja bekk að öskra á gangavörðinn og uppnefna hana. Hún hét Gurrý. Allir félagar mínir voru búnir að öskra á hana og þá var komið að mér! Ég öskraði: GURR—– Hún alltíeinu birtist fyrir framan mig og ég var umsvifalaust sendur til skólastjórans!

————————

Haha góð minning. Við vorum að fara í sund í ahh man ekki í hvaða bekk. En anyway í sundrútunni kallaði allt í einu bekkjarfélagi minn (tek fram að þetta er ekki rétta nafnið hans) : STEBBI ER MEÐ TVÆR KÚLUR Í PUNGNUM. Og ef marka má þennan texta þá var hann sagður frekar snemma á skólagöngunni. En um leið þá hugsaði ég: Hjúkk ég er bara með eina kúlu :).

————————

Hehe ein minning sem fer seint. Ég og félagi minn vorum í viðbótar byggingu sem nýbúið var verið að reisa. Þetta var í 6.bekk. Síðan sagði gangavörðurinn (Ekki Gurrý hún hætti eftir 3.bekk) Allir krakkar ÚT! Og þá sagði félagi minn: Hvaða kelling var þetta? Og þá kom hún og sagði: Þessi kelling var ég! ÚT!! Ha ha hvað það var hlegið af þessari minningu :)

————————

Heimska ímyndunarveikin í okkur í 5.bekk! Við vorum í afmæli og allt í einu kom bekkjarfélagi minn með lag(hann er meðal annars skráður hér á huga) Ég man ekki textan en hann gerði grín af danska Eurovision laginu sem vann 2000. Þegar ég hugsa um það núna finnst mér það allveg hræðilegt! En þá fannst mér það snilld! Jæja bekkjarfélaginn var kominn með 5 grúppíur og ég mátti ekki vera með! Svo ég skoraði á hann hljómsveit vs hljómsveit. Ég fékk einhverja vini til að vera með. Við komum með en lélegri texta en man ég byrjunina. Munið eftir Toy Story laginu?: Ég er sko vinur þinn. Langbesti vinur þinn…. Jæja við komum með mikið betra:
Fótbolti er vinur minn
Langbesti vinur minn.
Og hann samdi svona 5-6 erindi, og ég dáðist af hæfileikum hans. Hversu einhverfur þarf maður að vera til að gera svona laglínur :P

————————

Ein nýleg. Hún er frá 7.bekk. Ég var með Hummer-æði!! Hummer var lífið mitt þá, en fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það jeppategund. Allavegana ég var svona á “mjögviðkvæmurfyrirklámi* stiginu og allir voru það! Svo kom bekkjarfélagi minn sem sagðist vita um þýska hummer síðu! Ég trylltist og hann sagði mér slóðina en það er www.hu*tler.com svo þegar ég kom þá var systir mín í tölvunni. Ég sagði ”Má ég kíkja á eina síðu, ég var enga stund!“ Hún játaði en fylgdist samt með þegar ég skrifaði þetta í boxið. Og síðan var lengi að lódast og þá kom það! Klámsíða með öllum þessu pop-öpum. Ég og systir mín öskruðum og hlupum út. Síðan læddist ég inní herbergið og slökkti án þess að líta á skjáinn. (Ég var mjög skilled ;).

————————

Talandi um svona óheppileg atvik sem átti sér stað eftir skóla í 4bekk. Bekkjarfélaginn minn kom í heimsókn og við fórum á netið. Síðan sagði hann að vissi um cheat síðu svo ég gæti svindlað í tölvuleikjum. Þessi síða var www.ha*pypu*pies.com. Jæja við vorum ekki sleipir í enskunni þá svo ég spurði mömmu hvernig þetta væri stafað. Hún sagði það orðrétt og hugsaði hversu sætt þetta væri, við værum að skoða hvolpa á netinu! Tölvan var þá rétt hjá þvottahúsinu og mamma átti leið framhjá með þvottinn. Og á þeirri stundu poppaði síðan upp og við blasti klám og allt! Hún öskraði: Guð minn góður!¨” Og við slökktum umsvifalaust á þessu. Þessi strákur hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mömmu síðan :)


Jæja ég kem kannski með fleiri sögur seinna ;)