Ég hef ákveðnar skoðanir um þetta og það eru örugglega ekki sömu skoðanir og þið hafið…
Mér fynnst fáranlegt þegar að foreldrar borga skólann fyrir börnin, það er kanski vegna þess að ég hef þurft að vinna og borga allt sjálfur, fyrsta önnin var erfiðust vegna þess að ég þurfti að borga bílprófið, matinn, vistina, bílinn og allt það sem fylgir því að vera í skóla út á landi.
Eftir fyrstu önnina þá fékk ég dreifbílisstyrkinn sem er um 90.000 kr en er þó ekki næstum jafn mikið og ég þurfti að borga til að vera í skóla.
Ég er alveg hneikslaður á tvemur dæmum sem ég hef heirt af vinum mínum, Foreldrar annars vinar míns gáfu honum bíl, og borga allan skólan fyrir hann, og hann nennir ekki að vinna yfir sumarið því hann þarf kvort sem er ekki að borga neitt, ef maður fer svona með börnin þá læra þau það að þau fá allt uppí hendurnar, eða halda það að minnsta kosti.
Foreldrar annarar vinkonu minnar láta hana borga skólann og vistina sem er kanski svona 30-40 þús krónur en borga matinn fyrir hana (100.000-110.000 kr) en leyfa henni svo að eiga dreifbýlisstyrkinn. Semsagt, hún kemur út úr skólanum í plús…
Er hægt að gera barninu sínu eitthvað verra en þetta????
Þetta er bara fáranlegt.