Ég ætla hér með að tjá mig um lengd skólaárs…
Eins og flest allir vita er skólaár um 9 mánuði.
Ég verð bara að segja að mér þykir það vera kjaftæði, af hverju? vegna þess að það er verið að lengja skólaár óþarflega mikið…
Foreldrar sem eru í vandræðum með það hvað þeir eigi að gera við börnin sín eftir að skólaári líkur fóru og kvörtuðu yfir því hvað skólinn væri stuttur, svo fóru þeir að segja, já í bandaríkjunum eru skólaárin miklu lengri og bla bla bla. Bandaríkin my arse!
Svo er líka sagt að það eigi að lengja skólaárið ennþá meira, aftur á móti finnst mér að það ætti að stytta skólaárið aftur, ekki misskilja mig, það er ekkert leiðinlegt í skólanum…
Foreldrar sem væru í vandræðum með börnin sín ættu frekar að senda þau í sumarskóla! Það væri líka sniðugt fyrir unga krakka sem ættu ekkert erftitt með í námi að opna svona skólasel, þar sem þeir eru undir umsjón fullorðins fólks, en þó enginn lærdómur.
Því eins og í mínum skóla og mörgum mörgum fleirum er verið að halda okkur lengur í skólanum fyrir ekkert, eins og í dag fór ég í skólann til þess að fá mér pylsu og svala, svo átti maður bara að fara heim! En í gær mættum við í skólann, fórum ít í leiki, og svo hlustuðum við á einhverja jazz og blúss tónlist með engum söngvara!
Með fyrirfram þökk, Kyzzeh!