Stjörnufræði – Glósur
Upprifjun úr 1.kafla
1-1 Hvað eru vísindi?
• Kenning er líklegsta eða rökréttasta skýring á fyrirbærum í náttúrunni eða á rannsóknarstofu.
• Þegar kenning hefur staðist margendurteknar tilraunir er hún yfirleitt talin sannreynd. Mikilvægar kenningar af því tagi eru oft byggðar á lögmálu.
• Vísindamenn beita aðferðum vísinda til þess að leysa ráðgátur umheimsins.
• Grunnskrefin í vísindalegri aðferð eru að ráðgátan er skilgreind, gagna er aflað, tilgáta sett fram um svar, tilrayn framkvæmd til að kanna gildi tilgátu ef við á, gögn skráð og metin og niðurstöður settar fram.
• Tilgáta er líkleg lausn á ráðgátu.
• Breyta er sá þáttur sem hafður er breytilegur og honum jafnvel stýrt þegar tilraunir eru gerðar.
• Vísindamenn framkvæma tilraun og samhliða henni gera þeir oft samanburðartilraun, sem er eins og hin nema breytunni er hagað öðruvísi. Þetta tryggir að niðurstöður tilraunarinnar má rekja til breytunnar en ekki einhvers dulins þáttar.
• Vísindum er oft skipt eftir viðfangsefnum í nátturuvísindi, hugvísindi og félagsvísindi.
• Þrjár megindeildir náttturuvísinda er eðlisvísindi, jarðvísindi og lífvísindi.
1-2 Vísindalegar mæliaðferðir.
• Metrakerfið er það mælikerfi sem notað er í vísindum um allan heim.
• Metrinn er grunneining lengdar (m)
• Lítrinn er grunneingin rúmmáls (1)
• Kílógrammið er grunneining massa (g)
• Massi er mælikvarði á efnismagn hlutar. Þyngd er mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hann.
• Eðlismassi er mælikvarði á massa ákveðins rúmmáls af tilteknu efni.
• Hiti er mældur með celsíuskvarða þar sem frostmark vatns er við 0°C en suðumark þess við 100°C.
1-3 Tæki vísindanna.
• Vísindamenn beita tækjum við rannsóknir sínar á umheiminum, bæði flóknum og einföldum.
• Eiginlegir sjónaukar eru tvennskonar, linsusjónaukar og spegilsjónaukar
• Orka sem berst til okkar utan úr geimnum er ekki aðeins sýnilegt ljós heldur líka til að mynda innrauðar bylgjur eða hitageislun, röntgengeislar, útvarpsbylgjur og geimgeislar.
1-4 Öryggi á rannsóknarstofum.
• Þegar unnið er í raungreinastofum er mikilvægt að fylgja í hvívetna settum öryggisreglum.
• Ef öllum reglum um öryggi er fylgt getur raungreinastofan orðið vettvangur skemmtilegra og öruggra viðfangsefna.
Massi: er mælikvarði á efnismagn hlutar.
Þyngd: er mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut.
Eðlismassi (þéttleiki): er stærð sem er mælikvarði á massa ákveðins rúmmáls af tilteknu efni.
Linsusjónaukar: Þeir komu fyrst fram um aldamótin 1900. Þeir voru í eðli sínu mjög svipaðir kíkjunum. Því stærri sem linsurnar eru því meira ljósi geta þeir safnaði og þeim mun betur duga þeir til að sjá fjarlægð fyrirbæri geimsins. Stærsti sjónaukinn sem til er núna er á Yerkes-athugunarstöðinni í Wisconsis U.S.A.
Spegilsjónaukar: Í spegilsjónaukum er holspeglu, einum eða fleiri, beitt tilað safna ljósinu. Spegilsjónaukar geta orðið miklu stærri en linsusjónaukar. Með þessum kíkjum geta stjörnufræðingar rannsakað fyrirbæri sem eru milljarða ljósára í burtu.
Eðlisvísindi: fjallla um orku og efni. Þessi grein eðlisvísinda nefnist efnaræði en af öðrum greinum þeirra má nefna eðlisfræðina sem fjallar m.a. um hreyfingu og krafta og ýmsar myndir orkunnar t.d. ljós og varma.
Jarðvísindi: fjalla um jörðina og bergið sem hún er gerð úr, höfin, eldfjöllin, jarðskjálftana, lofthjúpinnm veðrið og fl. Jarðvísindin eru stundum látin heyra undir eðlisvísindin. Meðal greina jarðvísinda eru jarðfræði, jarðeðlisfræði, haffræði og veðurfræði (og stjörnufræði).
Lífvísindi: fjalla um lífverur, alla gerð þeirra og starfsemi, efnin í þeim o.s.frv. Auk líffræði má m.a. telja lífefnafræði til lífvísinda en hún er á mörkum efnafræði og líffræði. Líffræðin skiptist í fjölmargar greinar t.d. dýrafræði, grasafræði og vistfræði.
Upprifjun úr 2.kafla
2-1 Ferð um alheiminn
• Stjörnumerkin eru stjörnuhópar sem mynda mynstur á himninum.
• Stjarna sem verður skyndilega bjartari en dofnar svo aftur er kölluð nýstirni.
• Stjörnuþokur eru feiknastór ský úr ryki og gasi þar sem nýjar stjörnur verða til. Í einni vetrabraut eru geysimargar stjörnur, allt frá milljónum upp í hundruð milljarða.
2-2 Alheimurinn verður til
• Litsjá er t.d. notuð til að finna efnasamsetningu stjarna og fá upplýsingar um hreyfinu þeirra.
• Ljós frá öðrum vetrabrautum sýnir yfirleitt rauðvik, því meira sem vetrabrautin er fjær okkur.
• Útþensla alheimsins hófst með ógurlegri sprengingu sem kallast Miklihvellur.
• Dulstirni eru furðuleg fyrirbæri nálægt jaðri hins sýnilega heims. Þau gefa frá sér gífurlegt ljós.
2-3 Stjörnur og einkenni þeirra
• Stjörnur eru afar misjafnar að stærð, allt frá litlum nifteindastjörnum til gríðastórra reginrisa.
• Efnið í flestum stjörnum er aðalega vetni og helín eins konar gasformi.
• Litur á stjörnu segir stjörnufræðingum til um yfirborðshita hennar.
• Stjörnuhliðrun nefnist það að stjarna sýnist hliðrast til á himninum yfir árið vegna hreyfingar jarðar um sól. Hún er notuð til að finna fjarlægð þeirra stjarna sem eru næstar okkur.
• Sýndarbirta er birta stjörnu eins og hún sýnist vera frá jörðinni. Reyndarbirta er raunveruleg birta miðað við tiltekna fjarlægð frá athuganda.
• Línurit Hertzsprungs og Russels sýnir lit eða yfirborðshita stjarna og reyndarbirtu þeirra.
2-4 Sólin okkar Sérstök stjarna
• Sólin er meðalstór og í meðallagi gömul gulleit stjarna
• Fjögur helstu lögin í sólinni eru sólkórónan, lithvolfið, ljóshvolfið og sólkjarninn
• Sólstrókar, sólbleittir og sólblossar eru allt dæmi um umbrot á ytra borði sólar.
2-5 Þróun stjarna
• Meðalstórar stjörnur breytast í rauða risa eftir nokkra ármilljarða, en verða sína að hvítum dvergum og deyja út.
• Massamiklar stjörnur verða að reginrisum en springa síðan sem sprenginstjörnur.
• Stjörnukjarninn sem verður eftir þegar sprengistjarna springur getur orðið að nifteindastjörnu eða svartholi, eftir því hvað massinn er mikill.
• Svarthol gleypa í sig efni og orku eins og nokkurs konar ryksuga í geimnum, og sleppa engu frá sér, ekki einu sinni ljósi.
Blávik: nefnist það þegar ljós verður blárra af því að ljósgjafi er að nálgast athuganda.
Dulstirni: er fjarlæg fyrirbæri í geimnum sem senda frá sér öflugar útvarpsbylgjur og röntgengeisla.
Dopplerhrif: nefnist það þegar tíðni í bylgju, t.d. í hljóði eða ljósi, breytist vegna þess að bylgjugjafi og athugandi hreyfast hvor miðað við annan.
Fjölstirni: virðist vera ein stjarna á himninum en er í raun samsett úr tveimur eða fl. Sólsstjörnum.
Frumstjarna: er sólstjarna sem er að myndast
Hvítur dvergur: er lítil og afar þétt stjarna úr kolefni sem myndast þegar stjarna með miðlungs masssa fellur saman. Þeir geta verið minni en jörðin í þvermál.
Kúluþyrping: er kúlulaga hópur stjarna sem geta skipt hundruðum þúsunda.
Litsjá: er tæki til að kalla fram litróf og mæla það.
Lithvolf: er innan við kórónuna sem er nokkur þúsund k, á þykkt. Þar blossa skyndilega upp gasstraumar um 16.000 km út í geiminn. Hitinn í hvolfinu gæti verið um 27.800°C.
Ljósahvolf: er innst af þremur helstu lögunum í gashjúpi sólar, um 550 km á þykkt. Þaðan kemur ljós sólar.
Lokaður alheimur: er það kallað ef heimurinn þenst út og dregst saman á víxl.
Miklihvellur: er sprengingin mikla sem gerðist þegar heimurinn varð til.
Nifteindastjarna: er síðasta stigið í þróun sólstjarna sem eru ekki mjög massamiklar.
Nýstirni: er stjarna sem margfaldar birtu sína allt að 100.000 sinnum á klukkustundum eða dögum en fer síðan fljótlega að dofna hægt og hægt.
Opinn alheimur: er það kallað ef heimurinn heldur áfram að þenjast út linnulaust.
Óregluleg stjörnuþoka: er þoka sem hefur ekki reglubundna lögun eins og þyrilþokur eða sporvöluþokur.
Rauðvik: nefnist það þegar ljós verður rauðara vegna þess að ljósgjafi og athugandi fjarlægjast hvor annan.
Reginrisi: er stór og skær stjarna sem er allt að þúsund sinnum stærri að þvermáli en sólin.
Reyndarbirta: er mælikvarði á ljósmagnið sem sólstjarna gefur frá sér.
Sefíti: er ákveðin tegund sveiflustjarna. Hægt er að nota þær til að ákvarða fjarlægðir til nálægra vetrabrauta.
Sólblettur: er heiti á dökkum blettum sem myndast öðru hverju á ytri lögum sólar og sjást yfirleitt aðeins í kíki.
Sólblossi: er tegund sólstorma sem birtist sem ljósblossar á yfirborði sólar.
Sólkjarni: Þar breytist vetni í helín með kjarnasamruna og orka sólarinnar á upptök sín þar.
Sólkóróna: er ysta lagið af þremur í helstu lögunum í gashjúpi sólarinnar
Sólstrókur: er sólstormur sem myndar gríðastóra bjarta boga eða lykkjur úr gasi frá sólinni
Sólvindur: er stöðugur straumur orkumikilla einda sem sólin senidr frá sér í allar áttir út í geiminn.
Sporvöluþoka: er ein af þremur tegundum vetrabrauta. Þær eru í laginu eins og sporvölur.
Sprengistjarna: er massamikil sólstjarna sem blossar mjög skyndilega upp og springur um leið. Slíkar stjörnur geta orðið bjartari en heil vetrarbraut.
Stjörnuhliðrun: (oft stytt í hliðrun) nefnist breytingin sem verður á stefnu til stjörnu vegna færslu jarðar.
Stjörnumerki: er samstæða fasta stjarna á ákveðnu svæði á himinkúlunni. Að fornri hefð er lesin úr merkinu mynd og því gefið heiti, oftast goðsagnaveru eða dýrs.
Stjörnuþoka: er risavaxið ryk- eða gasský milli stjarnanna í geimnum.
Svarthol: er lokastigið í þróun massamikilla stjarna, eftir að þær hafa verið sprengistjörnur. Efnið í svartholum er svo þétt og þyngdarkraftur frá þeim svo mikill að ekkert sleppur frá þeim, ekki einu sinni ljós.
Sveiflustjarna: er breytistjarna sem breytir stærð sinni og birtu í reglubundinni lotum.
Sýndarbirta: er birtan sem stjarna sýniust hafa, séð héðan frá jörðu.
Tvístirni: eru tvær sólstjörnur sem eru svo nálægt hvor annarri að þær hreyfast á brautum hvor um aðra.
Vetrabraut: er risastórt kerfi af ryki, gasi og stjörnum sem geta verið allt frá milljónum upp í hundrað milljarða að tölu.
Þyrilþoka: eða þyrilvetrabraut er vetrabraut sem er eins og þyrill eða teinahjól í lögun og er svipuð Vetrabrautinni okkar.
Upprifjun úr 3. kafla
3-1 Sólkerfið verður til.
• Geimþokukenningin felur í sér að sólkerfið hafi átt upptök sín í geysimiklu skýi úr ryki og gasi.
3-2 Hreyfing reikistjarnanna.
• Nikulás Kópernikus setti sólmiðjukenninguna fram árið 1953. Hún felur m.a. í sér að jörðin og aðrar reikistjörnur sólkerfisins snúsist um sólina.
• Jóhannes Kepler sýndi fyrstur manna í byrjun 17. aldar að brautir reikistjarnanna eru sporbaugar.
• Ísak Newton sýndi fram á það undir lok 17. aldar að þyngdarkraftur frá sól kemur í veg fyrir að reikistjörnurnar þeytist út í geiminn.
• Tíminn sem það tekur reikistjörnu að fara eina umferð um sól er kallaður umferðartími hennar og samsvarar árinu hér á jörðinni.
• Tíminn sem það tekur reikistjörnu eða tungl að snúast einn hring um möndul sinn er snúningstími hennar, samanber sólarhring hér á jörð.
3-4 Innnri reikistjörnur
• Merkúríus er næstur sól af reikistjörnunum og hefur nær engan gashjúp.
• Gashjúpur Venusar hindrar að varmi komist út og þar verður því mjög heitt.
• Mars er rauður að lit vegna járnoxíðs eða ryðs í jarðveginum.
• Smástirni eru efnisskekkir sem geta verið á stærð við fjöll og sveima um sól milli brauta Mars og Júpíters.
3-5 Ytri reikistjörnur og annars konar.
• Júpíter er stærstur og efnismestur af reikistjörnunum. Hanner einkum gerður úr vetnis- og helíngasi.
• Nokkrar ytri reikistjörnur hafa um sig hringa en hringakerfi Satúrnusar er það flóknasta í sólkerfinu.
• Möndull Úranusar hallast svo mjög að reikistjarnan liggur eiginlega á hliðinni.
• Neptúnus er oft kallaður tvíburi Úransuar. Þeir eru gerðir úr bergi, frosnu vatni og metani.
• Plútó er minnsta reikistjarn sólkerfisins og sú fjarlægasta. Tungl hans, Karon er svo stórt að líta má á Plútó sem tvöfalda reikistjörnu.
3-6 Smáhlutir á víð og dreif.
• Halastjarnan er himinhnöttur úr ís, gasi og ryki á braut um sól. Helstu hlutar hennar eru kjarni og hali.
• Geimsteinn er hnullungur á ferð um geiminn. Loftsteinn er geimsteinn sem rekst á lofthjúp jarðar og veldur ljósrák sem kallast stjörnuhrap. Hrapsteinn er loftsteinn sem nær niður til jarðar.
Frumpláneta: er reikistjarna á frumstigi sínu í þróunarferli sínum.
Geimgrýti: er efnisklumpar sem eru á ferð um geiminn en teljast ekki til himinhnattanna.
Geimsteinn: er heiti á einstökum hnullungum í geimgrýti.
Geimþokukenning: felur í sér að sólkerfið hafi orðið til úr geimþoku sem þéttist í sól og reikistjörnur.
Halastjarna: er lítill þokukenndur hnöttur í sólkerfinu sem hefur um sig hjúp. Þegar hún kemur í grennd við sól blæs sólvindurinn hjúpnum út í hala sem vísar alltaf frá sól.
Hrapsteinn: er loftsteinn sem er nógu stór til að ná til jarðar áðuren hann brennur upp.
Jarðmiðjukenning: er kenning um alheiminn sem felur í sér að jörðin sé miðja hans.
Kvöldstjarna: er stjarna sem er á lofti á kvöldin en ekki á morgnanna.
Loftsteinn: er geimsteinn sem kemur inní lofthjúpinn, hitnar og fer að glóa og brenna.
Morgunstjarna: er stjarna sem er á lofti á morgnanna en ekki á kvöldin.
Reikistjarna: er meiriháttar himinhnöttur sem gengur á reglubundinni braut um sólstjörnu. Á síðasta áratug 20. aldar fóru menn að finna eikistjörnur utan sólkerfisins.
Segulhvolf: er svæðið kringum himinhnött þar sem seguláhrifa gætir frá honum.
Smástirnisbelti: er svæðið milli Mars og Júpíters.
Smástirni: eru gerð úr grjóti og málmum. Flest þeirra eru smá og óregluleg í laginu. Þau eru gerð úr efniskekkjum.
Sólkerfi: er sólin og allt það sem gengur á brautum um hana, þ.e. reikistjörnur og tungl þeirra, smástirni, halastjörnur og geimsteinar.
Sólmiðjukenning: er kenning um alheiminn sem felur í sér að miðja hans, eða a.m.k. sólkerfisins, sé í sól eða í grennd við hana.
Sporbaugur: er ferill í sléttu þannig að samanlögð fjarlægð punkts á ferlinum, frá tveimur föstum punktum, er hin sama, fyrir alla punkta á ferlinum
Tungl: er haft um ,,tunglið”, fylgihnöttur jarðarinnar, en einnig um fylgihnetti annarra reikistjarna, sem hafa sumar mörg tungl.
Umferðartími: er tíminn sem hver umferð tekur í lotubundinni hreyfingu eftir braut. Umferðar tími tunglsins um jörð er einn mánuður og umferðartími jarðar um sólu er 1 ár.
Snúningstími: er sá tími sem það tekur himinhnött að súast eina umferð í kringum möndul sinn.
Upprifjun úr 4. kafla
4-1 Reikistjarnan jörð
• Miðbaugur er hugsaður hringur á jörðinni miðja vegu milli suðurskauts og norðurskauts. Hann skiptir jörðinni í tvær hálfkúlur, suðurhvel og norðurhvel.
• Jarðskorpan og önnur föst efni við yfirborð jarðar kallast einu nafni steinhvolf.
• Svæðin sem vatn tekur yfir á jörðinni t.d. bæði höf og stöðuvötn, kallast einu nafni vatnshvel.
• Lofthafið sem umlykur jörðina kallast lofthjúpur eða gufuhvolf.
4-2 Jörðin í geimnum.
• Dægraskipti nefnist það að dagur og nótt skiptast á sífellu. Þau stafa af möndulsnúningi jarðar frá vestri til austurs. Vegna hans sýnist sólin koma upp í austri og setjast í vestri.
• Jörðin er ein af þeim reikistjörnum sem hafa verulegan möndulhalla. Hann veldur því að árstíðarskipti verða á þessum reikistjörnum.
• Segulhvolf jarðar er geysimikið svæði kringum jörðina þar sem segulsvið frá jörð er verulegt.
4-3 Tunglið.
• Svokölluð höf á tunglinu eru í rauninni sléttur.
• Kvartilaskipti tunglsins stafa af breytilegri afstöðu tungls, jarðar og sólar. Þau taka einn tunglmánuð.
• Jarðskin nefnist það þegar ljós endurvarpast frá jörðinni á tunglið og við sjáum móta fyrir þeim hluta þess sem sólin skín ekki beint á.
• Sólmyrkvi veður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og skyggir á sólina. Almyrkvi á sól verður aðeins á mjórri rönd á jörðinni. Deildarmyrkvi verður á breiðara belti og tekur lengri tíma.
• Tunglmyrkvi verður þegar jörð gengur milli sólar og tungls og tungl gengur inn í skugga jarðar. Hann sést frá allri næturhlið jarðar og getur tekið á aðra klukkustund.
• Sjávarföll- flóð og fjara- verða af því að þyngdarkraftar frá tungli og sól eru mestir þeim megin sem snýr að þeim en minnstir hinum megin. Flóð er tvisvar á dag en seinkar þó um 50 mínútur á dag, í takti við göngu tunglsins.
• Stórstreymi og smástreymi verða tvisvar í hverjum tunglmánuði hvort um sig og stafa af því að sól og tungl vera misjafnlega saman á hafbunguna.
Alskuggi: er sá hluti skugga þar sem ljós fellur ekki á neinum hluta ljósgjafans.
Árstíðarskipti: fylgja árlegri sveiflu veðurfarsins sem stafar af breytingum á sólarhæð vegna möndulhalla jarðar.
Deildarmyrkvi: á sól nefnist það þegar tungl skyggir á hluta sólar. Deildarmyrkvi á tungli verður þegar hluti þess gengur inn í alskugga jarðar.
Dægraskipti: felast í því að dagur og nótt skiptast á. Þau stafa af möndulsnúningi.
Fullt tungl: verður þegar tungl er gagnstætt sól og upplýsta hliðin snýr öll að jörðinni.
Geislunarbelti Van Allens: eru tvö svæði þar sem rafhlaðnar eindir safnast saman, hvort við sinn pól jarðar.
Gleitt tungl: er tungl sem er á milli þess að vera hálft og fullt.
Hálfskuggi: er sá hluti skugga þar sem ljós kemur frá hluta ljósgjafans.
Hálft tungl: verður þegar upplýsta hliðin á tunglinu snýr hálf að jörðu. Hornið milli sólar , tungls, og jarðar er þá 90°.
Jarðskin: er það þegar endurkastað sólarljós frá jörð lýsir upp þann hluta tunglsins sem snýr frá sól og væri ella ósýnilegur.
Kvartilaskipti: tungls eða annars himinhnattar nefnast reglubundnar útlitsbreytingar vegna breytilegrar afstöðu til sólar, séð frá jörð ( nýtt tungl-hálft-fullt-hálft-nýtt)
Lofthjúpur: jarðar umlykur hana og fylgir henni á hreyfingu hennar. Hann var áður oft kallaður gufuhvolf. Þegar aðrir himinhmettir eiga í hlut tölum við um gashjúp.
Mánasigð: er sigðin sem tungli sýnist mynda þegar það er minna en hálft.
Möndulhalli: Möndullinn sem jörðin snýst um er ekki hornréttur á braut hennar um sól, heldur skakkar þar 23,5 gráðum og nefnist það möndulhallli.
Möndulsnúningur: er snúningur um möndul.
Norðurhvel: Norðurheimskautið
Norðurljós: Segulljósin sem sjást á Norðurhveli köllum við Norðurljós.
Nýtt tungl: Þegar tunglið er milli jarðar og sólar snýr það dökku, óupplýstu hliðinni að jörð og við sjáum það yfirleitt ekki. Þá er tunglið nýtt.
Segulhvolf: er svæðið í kringum himinhnött þar sem seguláhrifa gætir frá honum.
Segulljós: Eindirnar í geimgeislunum rekast þar á agnir í loftinu og þá myndast ljós sem kallast segulljós.
Sjávarföll: eru reglubundin sveifla á sjávarhæð, þannig að flóð verður yfirleitt sem næst tivsvar á dag og fjara jafnoft þess á milli.
Smástreymi: nefnist það þegar munur á flóði og fjöru er minnstur. Þetta greist tvisvar í mánuði.
Sólmyrkvi: verður þegar nýtt tungl gengur fyrir sól, séð frá jörð, og sólin myrkvast að meira eða minna leyti.
Steinhvolf: er jarðskorpan öll.
Stórstreymi: nefnist það þegar munur á milli flóð og fjöru mestur. Stórstreymi er tvisvar í hverjum tunglmánuði.
Suðurhvel: Suðurheimskautið
Suðurljós: Segulljósin sem við sjáum á Suðurhveli köllum við suðurljós.
Tunglmánuður: Öll þessi hringferð tunglsins og kvartilanna tekur 29 ½ sólarhring er tunglmánuður.
Tunglmyrkvi: verður þegar tungl gengur inn í skugga jarðar og dofnar eða slokknar. Greint er í milli almyrkva á tungli, deildarmyrkva og hálfskuggamyrkva.
Vatnshvel: Svæðið sem vatn tekur yfir við yfirborð reikistjörnu kallast vatnhvel.
Verði ykkur af því =)
“I Feel so hot right now, can you feel the heat..”