Ég er í Garðaskóla. Þar er sérstakt ferðakerfi þar sem nemendur eru settir í ákveðnar ferðir eftir námsgetu.
Íslenska: sérferð, hægferð, miðferð, hraðferð, flugferð
Enska: sérferð, hægferð, miðferð, hraðferð, flugferð
Stærðfræði: sérferð, hægferð, miðferð, flugferð
Danska: sérferð, hægferð, miðferð, hraðferð
Náttúrufræði: hægferð, hraðferð
Samfélagsfræði: hægferð, hraðferð
Skólinn er það stór að ekki er hægt að hafa bekkjarkerfi, það merkir að hver nemandi hefur sína eigin persónubundnu stundaskrá. Dæmi: ég fer með hönnu, jón og Jónasi í ensku en fer með Stebba, Elínu og Magga í nát (Bara dæmi). Sem dæmi um stærð skólans má nefna að hann er stærsti unglingaskóli á landinu. ca 750 nemendur skólaárið 2004-2005. Annað dæmi er það að minn árgangur er uþb 250 manns í 9. bekk. Skólin er það stór að hann sækir hjálp í stóra skóla í USA.
Öll fög sem hafa flugferðir bjóða allrabestu nemendum uppá það að klára 9. og 10. bekk á einu ári og ljúka samræmdum prófum við lok 9. bekkjar. 10. bekkjanemendur sem áður voru í flugferð klára þá einn fjölbrautaráfanga í viðkomandi fagi og fá það metið inní stærstu skóla landsins.
ca. 30 manns eru í flugferð ísl, 30 í ens og 60 í stæ
Ég er í öllum flugferðum
Skólinn nær yfir þrjá bekki ss. 8-10. og koma krakkar inn í 8. bekk frá hofstaðaskóla og flataskóla. Svona var þetta ekki eitt sinn. Ég er hluti af síðasta árgangnum sem fær að kynnast hinum raunverulega Garðaskóla. Þannig er að krakkar úr álftanesskóla komu inn í 8. bekk í garðaskóla og ég er einn af þeim krökkum. þetta fyrirkomulag er ekki lengur við lýði þar sem álftanesskóli hefur tekið við kennslu í unglingadeild. Þar að auki er þetta skólaár síðasta árið þar sem 7. bekkingum er kennt í skólanum en 7. bekkur verður færður niður í hofstaða- og flataskóla.
Mér er nú slétt sama um 7. bekkjar málið en það hryggir mig að álftensingar fái ekki lengur að kynnast töfrum Garðaskóla. Bæði hefur Garðaskóli betra félagslíf og betri menntunarkerfi heldur en Álftanesskóli. Auk þess er það svo þroskandi fyrir krakka að kynnast fjölbreyttara umhverfi.
Kennararnir í skólanum eru svo skrítnir að það er eins og þeim hafi verið safnað saman úr fjölleikahúsi.
Að auki hefur skólinn þá reglu að ráða sem ódýrasta starfskraft sem þeir geta. (Gangaverðir í skólanum eru flestir úr stríðshrjáðum austur-evrópulöndum og einn er frá sómalíu)
Á hverju ári koma orfáir “skiptinemar” frá öðrum löndum og dveljast í skólanum um eina viku eða svo. þetta árið fengum við fjóra þjóðveja en næsta haust munum við fá 9 dani (held ég). Þeim nemendum sem taka að sér að hýsa skiptinemana er boðið að fara til útlanda sem “skiptinemar” í aðra skóla.
Matsala er í skólanum. Þar er boðið upp á ýmiskonar bakarí- og brauðvarning auk ávaxta, mjólkurvara og ýmissa drykkja, allt frá gosi til vatns, mjólkur og svala. Á hverjum degi er borinn fram réttur dagsins. Þetta geta verið mismunandi réttir. td grjónagrautur, pizza, hamborgari, pasta ofl. 2 eða 3 8.bekkingar eru fengnir á hverjum degi til að þrífa matsöluna
Svo kölluð agastofa er haldin í heiðri í skólanum, en það er í raun bara staðurinn þar sem skrifstofur skólastjóra og deildarstjóra eru. Gamlir nemendur þekkja svarta bekkinn en það er pínulítill óþægilegur bekkur sem krakkar voru látnir sitja á ef þeir höguðu sér illa, stundum í heilan dag. bekkurinn hefur nú verið málaður blár og er til sýnis í anddyri skólans.
Bókasafnið í skóanum er gott og stórt. Þar eru tveir fartölvuvagnar sem kennarar geta fengið lánaða til notkunnar í kennslustundum. Allur tölvubúnaður er til fyrirmyndar og starfrækt er lítið “Tölvuskjól”. En það er staður þar sem nemendur geta komið og beðið um tölvukennslu eða aðstoð með tæknimál eftir sýnu eigin höfði.
Íþróttir og sund er kennt í íþróttamiðstöð Stjörnunnar, Ásgarði sem er um 50 metrum frá skólanum. Einnig eru þar rétt hjá nokkrir gervigrasvellir sem hver sem er getur notfært sér á meðan engin kennsla á sér stað.
í skólanum er engin bjalla og er ætlast til að nemendur reddi sér sjálfir í tíma.
Hver nemandi fær til umráða skáp sem hann deilir með einum félaga.
Félagsmiðstöð er starfrækt samhliða skólanum sem heitir Garðalundur. Við hana starfa tveir fastráðnir starfsmenn auk nokkurra lausráðna aðstoðarmanna, Auk þess eru nokkrir valdir nemendur fengnir til að starfa í miðstöðinni og fá þeir stundum frí úr tíma og afslætti á böll og þess háttar svo lengi sem þeir vinni hart að sér í þágu félagslífsins. Steft er að því að halda ca 6 böll á ári. aðstaðan í skólanum býður upp á að auðvelt er að koma því fyrir í skólabyggingunni sjálfri. Þá koma yfirleitt frægar hljómsveitir. ég hef td farið á ball með Írafári, Landi og sonum, Í svörtum fötum, Á móti sól ofl… Tækni mál miðstöðvarinnar eru góð enda á hún marg milljóna, hljóð- mynd- og ljósakerfi. Á hverju ári er svo sýnd leiksýning á vegum félagsmiðstöðvarinnar með miklum vinsældum. Árshátíðin er með stærra sniði enda er þá boðið upp á veitingar í takt við þema hátíðarinnar, ýmis skemmtiatriði og að lokum ball. Árshátíðin þetta árið var td með Mexíkó þema og Jagúar tróð upp. Miðstöðin er opin öllum á Mánudögum, Miðvikudögum og Föstudögum við góða aðstöðu.
Á hverju ári er haldinn dagur skólans og vikuna eftir það eru svo kallaðir Gagn og gaman dagar, þar sem nemandur velja sér eitt námskeið af ca 30 og eru í því alla vikuna. Þessu var reyndar seppt í ár vegna verkfallsins.
Góður félagsandi ríkir í skóanum en þó heyrast grimmar raddir á milli hópa. Skólinn er frekar rokk skóli heldur en hnakka eða HipHop eða eitthvað.
Skólinn er nálægt Garðatorgi svo það tíðkast að nemendur sæki þangað í afþreygingu og mat í hléum. Auk þess er Aktu Taktu á bakvið skólann og það býður upp á ýmsa kosti líka
heimasíða skólans: www.gardaskoli.is
heimasíða félagsmiðstöðvar: www.gardalundur.is
Ég gæti haldið endalaust áfram að tala um skólann enda gerist óhemju mikið í svona stórum skóla
Ekki böggast útaf stafsetningarvillum Sirja