Einni ber að nefna að ég fékk mikið af þessum ráðleggingum frá gömlum dönskukennara sem ég passa hjá.
Eg geri ráð fyrrir því að flestir 10 bekkingar hafi verið í bókinni Superdansk og þið getið nýtt ykkur hana heilmikið…
Gerið smá á hverjum degi, ég veit það er prófavika, en það getur hjálpað að fá sér smá hvíld frá öðrum prófalestri, líka þar sem þetta er ekki mikið. :)
Lesið Kafla í Superdansk + skoðið glósurnar ykkar
Skrifa bréf/tölvupóst til ímyndaðar dansks pennavinar (gott ef þið getið látið e-n lesa það yfir) þetta þarf bara að vera ein til fjórar línur, þetta er bara gert til að koma danskri hugsun á stað.
Dæmi um hvað þið getið haft á þessum línum:
Hvad jeg har på i dag?
Hvad jeg har lavet?
Hvad laver jeg til sommers?
Mine venner….
Læra 5 löng orð sem maður getur nánast verið viss um að nota í rituninni
Dæmi: Yndlings, selvfölgeligt, Pludseligt, bestemmte
Læra 5 – 10 óreglulegar sagnir á dag :) (uppáhaldið okkar)
Það sem við bara verðum að kunna eru Dagarnir, tölurnar, mánuðirnir, algengar forsetningar ( i morges, om søndagen, på fredag, til sommer osv.), uppsetningar á sendibréfum, “góð” orð í stíla (sem áður hefur komið fram)
Leskaflar í Superdansk sem mælt er með að við lesum vegna orðaforða:
Bls 5, 6, 17, 18, (27,28), 45, 46, 47, 59 – 61, 74 – 75. sumt (sirka 10) á bls 76,77,103,105 og 106
Úr þessum köflum skulið þið:
skrifa tvær setningar, hvort sem það er beint uppúr bók eða bara úrdráttur.
Skrifa niður orð sem þið viljið læra betur :)
Því meira sem þú lest því betra. :)
Þá er það blessaða málfræðin ;)
Hér eru tvær síður þar sem þið getið unnið gagnvirkar danskar málfræði æfingar :)
http://www.fsu.is/vefir/elisav/malfraedivefur
http://www.skolavefur.is/_opid/_valmynd/danska/#malfraedi
Kunna grein, tölur, fornöfn(persónufornöfn), nútíð og þátíð algengra sagna.
Passa:fleirtölu á fornöfnum
Dæmi: Mine Söde söstre
Passa: Þátíð Sagna
Passa: Orðaröð (oft viljum við hafa orðaröðina í dönsku eins og orðaröðina í ensku, en það er líklega betra að hugsa orðaröðina eins og hún er á íslensku)
Passa: når/da (þegar)
Hlustun:
Farðu t.d. í gegnum hlustun frá samræmdu prófi frá því í fyrra og fleiri. Hlustanir eru á
http://www.namsmat.is og á http://www.skolavefurinn.is
Þú getur líka horft á danskar bíómyndir þó það sé kanzke heldur stutt í þetta, myndi ég líklega einbeyta mér að öðru frekar, en ef þú ætlar að hvíla þig smá, sakar ekki að horfa á eina danska :)
Jæja svo er það bara prófavikan framundan og vil ég óska öllum 10 bekkingum sem próf munu taka góðs gengis :) við lærum aldrei nógu vel undir próf, það er staðreynd, og finnst okku maður alltaf geta gert betur :)
En þetta ætti ekki að vera eins erfitt og kennarar, foreldrar, systkini og við sjálf höldum, förum bara vel undirbúin í prófin og þá ættum við að spjara okku :)
Vi Ses :)
__________________________________