Jæja þá. Þá er seinustu skoðunarferð minni lokið. Ég skoðaði: Kvennó, Verzló, MS, MH og svo síðast en ekki síst MR, en ég skoðaði hann einmitt í dag.

Ég get ekki sagt annað en að mér leið eins og ég væri komin heim til mín! Við komum þarna og fórum inn í hátíðarsalin en þar var “slide show vélin” eitthvað biluð svo að við vorum flutt yfir í annað herbergi. Mér fannst allt vera voðalega “kósý” þarna. Gamalt og gott. Eins og allir vita er þetta gamall og gróinn skóli en hann er þó ekkert svona subbulega gamall ef þið vitið hvað ég meina. Okkur var sögð svona saga skólans í stuttu máli og námið og félagslífið kynnt fyrir okkur. Eftir það röltum við yfir í hin húsin og þetta var allt jafn heillandi fannst mér..

Mér fannst virkilega gaman að þessu. Allir þeir sem sáu um kynningarnar í hinum skólunum sögðu: já þið veljið svo bara þann skóla sem þið passið best í. Ég efaðist virkilega um að maður gæti áttað sig á því hvort maður passaði inn eftir eina kynningu. En samt fannst mér alveg eins og ég hafi alltaf verið þarna og bara komin heim eins og ég sagði. Ég ímynda mér að tilfinningin sé svona að finna rétta brúðarkjólin ef það er hægt að líkja þessu saman… :)

En takk fyrir mig.. og gangi ykkur hinum vel að ákveða hvert stefnan sé tekin. Ég allavegana er harðákveðin :)