Já gott fólk,eins og titill þessarar greinar gefur til kynna þá er ég að vekja athygli á punktakerfum í sumum grunnskólum landsins.
Er þannig kerfi þar að ef þú hegðar þér illa þá færðu tiltekinn hegðunarpunkt og síðan er það skrifað niður í sérstaka samskiptabók sem síðan skal sýna foreldrum sínum. Það sem ég er annars að gefa til kynna er það að ekki á að koma fram við unglingadeildarnema eins og einhverskonar smábörn.
Er ekki hreinlega einfaldara að hringja heim ef nemandi hagar sér illa???
Annað má svo líta á í þessu máli og er það sérstök verðlaun sem nemendur skólans fá fyrir að vera með 5 punkta eða færri í lok skólaársins og fá þeir nemendur að fara í svokallaða ‘'Gullferð’'. Finnst mér það vera vanvirðing við hina nemendur skólans sem fá fleiri en 5 punkta að fá ekki að taka þátt í félagslífi skólans. Finnst mér t.d að ætti að koma með nýja refsingu enda er skólinn ekki bara bók og blýantur,ekki satt?
Summi kveður að sinni…..