Nú bara mjög nýlega fór ég í svona skoðunarferð með nokkrum úr bekknum mínum (þ.e.a.s 10 bekkingar sem vildu fara) í Menntaskólann í Hamrahlíð. Ég hafði svo sem ekkert rosalega mikla hugmynd um hvernig það yrði, allt sem ég vissi var að hann var STÓR.
Fyrst þegar við komum inn leið mér eins og mestallt súrefnið hefði verið tekið af mér en skilið örlítið af vondri lykt eftir til að geta haldið sér á lífi. Það var fullt af krökkum að flýta sér um gangana enda tímaskil þá og mér leið hræðilega illa innan um svona mikið fólk en svona er ég bara.
Við vorum fyrst leidd inn í það sem mér þótti stór stofa en hún minnti samt dálítið mikið á bíósalinn á Egilsstöðum, þ.e það var fremur dimmt og drungalegt. Þar var líka loftlaust og ein stelpan spurði hvort hægt væri að opna gluggann en konan sem var með okkur sagði að allir gluggar væru opnir. Ég var svo sannarlega að drepast úr hita og súrefnisskorti.
Konan taldi upp kosti og galla skólans, ég vissi frá byrjun að mig langaði ekki í áfangakerfi en það sakaði ekki að skoða hvernig þetta allt væri. Ég fékk voðalega mikla tilfinningu eins og ég væri ein að labba um í miklum fólksfjölda eins og í stórborg eða eitthvað og það hafði líka vond áhrif á mig. Hún sagði t.d frá hve IB (vona að það hafi heitið þetta) menntakerfið var gott fyrir útlendinga og það er auðvitað frábært fyrir fólk sem kann litla sem enga íslensku en vill læra hérna. Svo á líka að vera þarna mjög góð aðstaða fyrir fatlaða sem er mjög stór plús. Þar sem ég er hins vegar hvorki útlendingur né fötluð þá reyndi ég að sjá hvort eitthver plús væri fram fyrir aðra skóla fyrir mig og mér þótti þetta allt fremur venjulegt bara.
Svo fórum við í svona stóra ferð um skólann með tveim nemendum þarna (tveir hópar, tveir nemendur á hvorn) og ég tók þá eftir því hve gríðarlega mikið völundarhús þetta var og það var dálítið yfirþyrmandi. Svo komum við (æi hvað heitir það aftur) Norður-eitthvað og þar sá ég gosdósir á borðum og sykurslím eftir þær, umbúðir og matarleyfar og pappírsrusl. Það var ekkret rosalega aðdragandi en ég veit ekki, það var t.d ekki svona vond umgengni í MS sem er nú stærri skóli.
Þannig að ég stend á því að ég ætla ekki í MH og það sem ég veit ekki hvort mætti kalla álit lækkaði til muna. Svona stór skóli er bara ekki mín týpa en getur auðvitað höfðað til nemenda. Ég fékk smá hausverk þarna inni og er viss á því að ég ætla í heldur smærri skóla.
Hins vegar við ég benda útlendingum og fötluðum einstaklingum á að þessi skóli er mjög góður kostur hvað varðar aðstöðu fyrir þá, og svo sannarlega aðra nemendur líka enda skildist mér á nemendunum tveim að þarna væri um mjög gott félagslíf og skemmtilegheit að ræða. Þarna eru líka fjölmargar týpur og enginn mun dæma mann fyrir að vera eins og maður er því að það er líklegt að önnur týpa eins og þú sé þarna.
Já, og svona var mín reynsla af þessari skoðunarferð!
Kv.
sweetbaby