Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að að þessa dagana eru leikfélög menntaskólanna s.s. ýmist að setja upp eða æfa sýningar. Ég fór um daginn á ,,Welcome to the jungle“ hjá Versló og ,,Kominn til að sjá og sigra” hjá MS.

KOMIN TIL AÐ SJÁ OG SIGRA:
Þessi sýning kom mér alveg rosalega á óvart! Ég bjóst nú ekki við miklu enda er Menntaskólinn við Sund þekktur fyrir allt annað en gott leiklistarlíf. Ég bjóst við lélegu remeiki af Með allt á hreinu sem sýningin víst byggð á en vá hvað mér skjátlaðist! Þetta var rosalega frumlegt og ég var virkilega ánægð með þessa sýningu, rosalega fyndin og fjörug, sérstaklega hæfileikakeppnin og Sigurjón Digri, held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið. Lögin eru mjög flott útsett, kanski fullmikið af þeim samt, en þegar maður hugsar um það, þá eru þau öll svo skemmtileg að maður vill ekki sleppa neinu þeirra. Ég held að Msingar geti verið mjög stoltir af sér núna. Til hamingju.

WELCOME TO THE JUNGLE
Aðalástæðan fyrir því að ég fór var tónlistin, Guns'n roses´, Kiss og þessháttar hljómsveitir spila tónlist sem ég fíla. Ég var engann veginn að fila hvernig Verlingar fara með lögin, þ.e.a.s útsetja þau og gjörsamlega nauðga textanum. Algjör hryllingur!! Allt útlit sýningarinnar var hins vegar mjög flott, búningar, förðun, sviðsmynd og þannig. Sagan er hins vegar frekar leiðinleg ófrumleg og fyrirsjáanleg, ung sveitastelpa kemur í borgina, hittir rokksöngvara, hann verður fyrir bíl úúúúúú spennandi….. Það er því umgjörð sýningarinnar sem heldur henni uppi.

Mig langar í lokin að taka fram að þetta eru eingöngu mínar skoðanir og þið ráðið hvort þið eruð ósammála eða ekki.

Takk fyrir mig :)