Var ég að lesa DV um daginn og sá ég þar athyglisverða grein þar.Fjallaði hún um setuverkfall sem fram fór í Breiðholtsskóla vegna skíðaferðalags sem var afnumið vegna þess að vinna þurfti upp þá daga sem glötuðust höfðu í verkfallinu.
Vegna þess að það gerðist var brugðið á það ráð hjá nemendum skólans að hefja setuverkfall um leið og að bjallan myndi hringja inn.Síðan hringdi bjallan inn og ekki færði neinn sig úr sæti sínu.
Kom þá þögn sem var á köflum brotin upp með hlátri annara krakka,eða bara almenns óróleika.
Síðan sló þögn á matsalinn og deildarstjóri unglingadeildar kom á svæðið og fór að ræða við okkur um það að þessi barátta myndi ekki skila neinum árangri,því að búið var að ákveða að ekkert skíðaferðalag yrði.Vegna þessara ummæla varð salurinn órólegur og mótmæltu krakkarnir hástöfum því sem hann sagði.
Bauð því deildarstjórinn fram fund með nemendaráði.Voru krakkarnir ekki vissir um hvað gera skyldi vegna þess að það gæti verið að þetta gæti verið einhverskonar leið til að afnema verkfallið.Sagði þá stúlka úr nemendaráðinu að ef samningar myndu ekki nást milli nemendaráðs og hans þá myndi þetta setuverkfall halda áfram.
Var því fundað á meðan við krakkarnir sátum inni og lærðum í námsbækur okkar.
Síðan í lok tímans þá opnuðust dyr skólastofunar og deildarstjórinn og stúlkan úr nemendaráðinu stigu inn.Var okkur tilkynnt að samningar hefðu náðst og að skíðaferðalag yrði.
Var þetta sigur fyrir nemendur Breiðholtsskóla og erum við glöð yfir því að skíðaferðalag verður,vegna þess að ekki er bara hægt að láta krakkana liggja yfir lærdómi allt árið,því að sinna verður líka félagslegum þáttum skólans svo að krökkunum líði vel.
Annað var það ekki í bili.