Sælt veri fólkið.

Ég hef mikið verið að pæla í og velta fyrir mér svolitlu.
Námsmenn af landsbyggðinni þurfa að sækja skóla í næsta þéttbýli eða í höfuðborgina. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að þeir þurfa að flytja að heiman. Þessir námsmenn verða að sjá um sig sjálfir í fyrsta skipti á ævinni þó þeir séu e.t.v. bara 15-16 ára gamlir. Þeir þurfa að eignast nýja vini og tileinka sér breittan lífstíl.

Margir sækja skóla í Reykjavík. Sumir hverjir eiga einhverja ættingja þar sem þeir geta búið hjá, en sumum finnst leiðinlegt/óþægilegt til lengdar að þurfa alltaf að búa inná einhverjum, og geta aldrei liðið eins og heima hjá sér. Aðrir hafa fundið sér íbúð til að leigja einhversstaðar niðri í bæ (þar sem allskonar fólk er að finna) og reyna að búa til heimili þar.
En það kostar jú alltaf einhverja seðla að lifa, og þarna fer há upphæð í leigu og uppihald á mánuði. Sérstaklega ef þú þarft að búa einn. Maður hefði þó haldið að dreyfbýlisstyrkurinn myndi geta niðurgreitt eitthvað, en hann er bara um 80 þús. Sá peningur dugar fyrir leigu og uppihaldi fyrir ca. 2 mánuði, ef miðað er við að maður borgi um 30 þús í leigu á mánuði.
Námsmenn þessir þurfa að vera í um 4 ár í menntaskóla fram að stúdentsprófi. Það er dýrt að lifa svona í 4 ár. Enginn hefur eftirlit með þeim og ættu þeir því að geta gert það sem þeir vilja, en sumir af þeim eru ekki einu sinni orðnir sjálfráða, né komnir með bílpróf.
Þegar námsmennirnir sækja svo háskólann ættu þeir að geta nýtt sér Stúdentagarða, en ég veit ekki svo mikið um þá.

Sumir foreldrar tala um það að þeir séu ekki ánægðir með að þurfa að senda krakkana svona í burtu, en því miður er ekkert við því að gera. Foreldrarnir þurfa að treysta krökkunum sínum svo ótrúlega vel, því þeir gætu jú lent í ‘slæmum’ félagsskap. Foreldrarnir fá svo e.t.v aldrei að kynnast vinahóp krakkans, því það er ekki svo auðvelt að draga vinina með sér alla leið heim; uppí sveit. Þess má geta að sumir nemendanna leggjast í þunglyndi og/eða verða kærulausir við námið við þessa flutninga.

Væri ekki ráð að höfuðborgin myndi með einhverju móti komast á móts við þarfir ungra námsmanna utan að landi?


Að lokum spyr ég: Hvar er aðstaðan fyrir landsbyggðarkrakkana og getur höfuðborgarsvæðið virkilega ekki séð fyrir neinum fríðindum fyrir þá?


-Dama