Englar Alheimsins
1. Söguþráður: Páll er ástfanginn í þessum kafla. Stelpan heitir Dagný. Hann byrjar að lýsa sér. Hann er þungur, meira en hundrað kíló. Lyfjafitan hangir á honum. Hárið er úfið og skeggið vex. Hann er klæddur í hólkvíðar flauelsbuxur og slitnum gallajakka. Innan undir jakkanum er hann í mussu. Mussan er öll útötuð í málningu af því að hann var að mála Dagnýju. Hann ímyndar sér að hann sé að strjúka henni en það eina sem hann var að srjúka var loftið við gluggann þar sem Dagný stóð einu sinni. Með tímanum varð Dagný æ meiri hugarburður sem Páll ruglaði saman við stúlkurnar í Playboyblöðunum eða Tahítistúlkurnar af Gauguinmálverkunum, stundum er hún líka í Hollywoodmyndum. Páll hélt einu sinni að hún hefði ráðið sig sem hjúkrunarkonu hjá Bandaríkjaher og orðið eftir í Víetnam. Hann vissi samt að í raunveruleikanum var hún ekkert nema stelpan sem hann elskaði.
2. Söguþráður: Páll er enn að tala um það þegar Dagný var hluti af lífi hans. Hann er að fara heim til hennar. Hann labbar inn um járnhliðið og fer niður tröppurnar. Á rúðunni stendur nafn hennar. Það er skrifað inn í hjarta með blómamynstri. Hún hleypur honum inn. Páll veit ekki hvað hann á að segja hún er eitthvað svo fúl. Hann sagði henni að vera ekki fúl, hann átti bara leið hjá. Þau sita á rúmdýnunni. Þau byrja að rífast og Dagný segir Páli að sambandið sé löngu búið. Dagný: Hún býr á neðri hæð húss með járnhlið við innganginn. Hún er með biksvart hár og orðin leið á því að Páll kemur á hverju kvöldi. Hún skildi ekki af hverju Páll kom alltaf eftir að þau voru hætt saman.
3. Söguþráður: Dagný er líka umræðuefnið í þessum kafla. Hún var með uppsteyt gegn foreldrum sínum og ætlaði að fara að heiman en sættist á að fá kjallarann. Einu sinni var Páll að fara með Dagnýju heim til hennar og þá hittu þau mömmu hennar. Mamma hennar spurði um foreldra hans og þegar Páll var búinn að segja hvað þau hétu þá spurði hún hvað pabbi Páls vann við. Þegar Páll sagði að hann væri bílstjóri hjá Hreyfli þá datt andlitið af henni. Páll hélt að það væri af því að hún skipti við einhverja aðra stöð. Það var eins og Páll hefði sagt henni að það væri búið að opna rakarastofu á tunglinu. Eftir að mamma Dagnýjar var farin sagði Dagný að Páll hefði ekki átt að segja að pabbi hans væri leigubílastjóri. Seinna skammaði hann pabba sinn fyrir að keyra leigubíl. Það var nefninlega ekki hægt að segja til sín meðal menntaðs fólks.
4. Söguþráður: Enn er verið að tala um Dagnýju. Páll segir frá því þegar þau hittust fyrst. Það var í lestrarsalnum. Hún sat við dökkgrænt borð og horfði út í loftið. Páll sá strax að þetta var stúlkan hans. Páll stóð með listaverkabók með litðrentuðum myndum af Tahítistúlkunum sínum og hljómplötu með The Who. Páll æfði sig þá á trommur í bílskúrnum. Þetta var fyrir daga lyfjafitunnar, kaffiþambsins og sígarettuhóstans. Páll var stæltur og sterkur. Gekk um í frakka og gallabuxum með trefil um hálsinn. Hann hafði verið á togaranum Sigurði um sumarið og gerði líkamsæfingar. Páll vildi vera eins og James Bond og æfði sig í að vera Sean Connery. Connery, Keith Moon í Who, Paul Gauguin og Vincent van Gogh voru hans menn. Honum tókst að krækja í Dagnýju. Á þessum tíma átti hann líka tvo mjög góða vini. Rögnvald og Arnór. Dagný fór með honum heim í bílskúrinn þar sem hann söng fyrir hana. Á veggnum var Marilyn Monroe, hjúkrunarkona hans í öryrkjablokkinni. Hann naut þess að vera með Dagnýju. Rögnvaldur og Arnór voru ekki eins hrifnir. Rögnvaldur segir einu sinni við Pál þegar þeir eru að taka strætó að sambandið gangi aldrei upp.
5. Söguþráður: Einu sinni eftir að Páll og Dagný voru hætt saman var reynt að athuga hvað væri að Páli. Þetta var þegar Dagný var byrjuð í háskóla og Páll var hættur í menntaskóla og bölvaði honum í sand og ösku. Páll leitaði lækna en ekkert gekk. Þá hafði mamma hans samband við andalækni sem kom í bæinn til þess að kíkja á þetta með Pál. Mamma og pabbi Páls hittust hjá presti hverfisins og andalæknirinn þurfti ekki einu sinni að sjá Pál til þess að draga þá ályktun að þetta væri vegna stelpu. Páll var öllum stundum í kjallara í Breiðholti að mála og þá skrapp hann oft til Dagnýjar þó að þau væru hætt saman. Páll heyrði einu sinni að það væri stúdentaball í háskólanum. Hann býður Dagnýju en hún segir að hún sé leið á böllum og vill frekar fara í bíó til að sjá Chaplinmynd. Dagný kemur ekki í bíóið. Páll fattar að hún hefði bara verið að losa sig við hann til þess að geta farið á ballið. Hann fer til Helga magra sem reddar honum áfengi. Páll fer á ballið og sér Dagnýju með öðrum strák. Hann ræðst á strákinn og Dagnýju. Honum er síðan hent út.
6. Söguþráður: Löngu eftir að Rögnvaldur er horfinn hugsar Páll um það hversu mikið af því sem hann sagði var rétt. Í þessum kafla er talað um Rögnvald. Rögnvaldur er úr Borgarfirðinum. Þegar hann kemur til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla býr hann hjá skyldfólki sínu í Dvergheimum, þannig kynntust hann og Páll. Páll tók strætó á sama stað og Rögnvaldur, þeir fóru báðir út hjá MR. Gengu báðir inn í skólann og settust við hliðina á hvor öðrum. Einu sinni þegar Rögnvaldur, Arnór og Páll voru að drekka fundu þeir haka. Rögnvaldur tók hann og gekk um með hann á öxlinni. Þegar löggan kom og spurði hvað hann ætlaði að gera við hakann sagðist hann ætla að höggva mann og annan, eins og hetjan hans Egill Skalla-Grímsson sagði. Um vorið fór Rögnvaldur aftur í Borgarfjörðinn og eftir stúdentspróf var hann farinn til Þýskalands. Svo kom hann aftur til Íslands og flutti norður. Hann kom oft til Páls þegar Páll var á Kleppi
2. Persónulýsing
Páll: Páll er aðalpersóna bókarinnar.Bókin snýst í kringum hann og líf hans. Hann var geðveikur og átti marga vini sem voru ekki eins og fólk er flest. Hann fæddist 30.mars 1949 á landspítalnum við hringbraut. Sama dag og mótmælin voru hafinn þegar ísland gekk í NATO. Mikil læti voru við austurvöll og við ráðhúsið og margir hentu rusli. Lögreglan reyndi að dreifa hópnum með því að kasta táragasi yfir hópinn. Pabbi Páls, Ólafur Ólafsson fékk táragas í sig og gat varla séð. Þá fór hann heim til mömmu síns og pabba og þau héldu fyrst að hann væri drukkin en föttuðu það svo að hann hefði orðið fyrir táragasi. Þá var farið með hann uppá slysadeild og svo uppá landspítala en þegar hann kom var Páll fæddur. Guðrún mamma Páls vissi ekki af hverju Ólafur pabbi Páls var svona tárugur, var það útaf því hann var að eignast son eða útaf táragasinu.Pétur dó þegar að hann framdi sjálfsmorð Óli Bítill : Óli bítill fær nafngift sína vegna þess að hann heldur að hann hafi sent Bítlunum öll lögin sín með hugskeytum. Hann er ávallt með gítar við höndina og glamrar á hann Bítlaslagara. Hann keyrði Forsetabílinn vegna þess að hann var sannfærður um að hann mætti fá hann lánaðann til þess að keyra smá rúnt. Pétur: Sagðist hafa sent doktorsritgerð til Kína og hann átti þungaða konu utan veggja spítalans en þegar að hún kom þá þekkti hana ekki en þegar að hún var farinn þá fékk hann brálæðiskast og öskraði til að komast út að hitta konuna sína.Hann dó þegar að hann framdi sjálfsmorð. Rögnvaldur: Hann er fæddur í Borgarfirði og kom til Reykjavíkur til að læra. Hann hafði gríðarlegan áhuga á Íslendingasögunum enda taldi hann sig vera afkomanda Egils Skalla-Grímssonar og vitnar oft í Egil sjálfan. Varð tannlæknir og átti gott líf þangað til að hann varð þunglyndur. Dagný: Páll verður hrifinn af henni og málar hana mjög mikið. Hún er ótrúlega falleg, að mati Páls. Arnór: Hann las mikið af nútímabókmenntum. Hann gat deilt lengi við Rögnvald ef áfengi var við hönd. Hann komst í sumarlögguna enda stór og sterkur. Hann gat drukkið mest og lengst af strákunum. Hann spilaði á gítar og var í danshljómsveit.
3. Auglýsingar
Englar Alheimsins fjallar um ævi og endalok manns sem lendir í hremmingum geðveikinar. Verk Einars Más Guðmundssonar hafa verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995 fyrir Englar Alheimsins. Kvikmynd hefur verið gerð eftir þessari bók og hefur myndin fengið góða dóma frá gagngrínendum.
7. Ritdómar
Bókin hefur fengið góða dóma enda ekki furða. Þetta er mjög góð bók og lýsir vel geðveiki mannana í þessari bók. Englar Alheimsins hefur verið þýdd yfir á mörg tungumál og hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995 fyrir bókina Englar Alheimsins. Það sem mér finnst best við bókina hvað þetta er fyndin og á köflum drungaleg bók. Þetta dregur fram ýmsar hugsanir og einnig vekur upp spurningar um meðferð fólks á geðsjúkrahúsum. Ef að ég á að gefa bókinni stjörnur þá myndi ég gefa hennu 3 og hálfa af 5 mögulegum. Plúsarnir fyrir frumlegheit og húmor, en mínusar fyrir flóknar lýsingar og “tímaflakk” sögumanns.
9. Kvikmyndin
Kvikmyndin Englar Alheimsins er ein af bestu Íslensku myndum sem að ég hef séð. Kvikmyndin er vel útsett og maður fær oft svokallað “Deja vu” ( Líkist hluti sem maður hefur séð áður ) þegar að maður horfir á hana. Hún er mjög vel leikstýrð og tónlistin er þvílík snilld að ég á ekki til orð. Tónlistin er samin af Hilmari Erni og Sigur rós en þessi tónlist er með þeim betri sem ég hef heyrt enda er hún mjög vel tímasett, hentar mjög vel eðli myndarinnar og lýsir geðveiki mannana vel. Leikararnir eru mjög góðir og þessi mynd er vel leikin. Ef að ég ætti að gefa kvikmyndini stjörnur þá fengi hún fjóra af fimm mögulegum vegna leikstjórnar, tónlist , söguþráð og töku myndarinnar.
HÉRNA FUCKING LETINGJARANDSKOTI
Þetta skrifaði ég þegar að ég var í skóla
Við nefnilega lærðum heima í “gamla daga”