Það er svolítið sem ég verð að tjá mig um hérna og það er hegðun stráka í elstu bekkjum grunnskóla. Flestir hafa eflaust einhvern tíman verið kallaðir óþroskaðir og alltaf þegar ég heyri það þá langar mig til að drepa eitthvað eða gráta í hvert sinn. Ég kynnti mér þessi mál aðeins og komst að því að það eru 57.14% af drengjum í mínum bekk stimplaðir “óþroskaðir” og takið eftir að við erum ekki versti bekkurinn í skólanum. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá eru fleiri en helmingur stráka í mínum bekk sem láta ekki eins og búist er. Í bekknum fyrir ofan minn þar er tala ögn hærri eða þar eru 75% líkleg til að gera starfsfólki skólans lífið leitt. Þannig að samanlagt eru 68.42% pilta í tveim elstu bekkja Vopnafjarðarskóla “óþroskaðir.” Ég vill reyna að komast hjá því að kalla þetta eðlilegt en mun meira en helmingur er frekar mikið.
Næst hlýtur maður að spurja sjálfan sig: Afhverju að láta svona? Þar sem ég er ekki beint löghlýðinn nemandi þá get ég nokkurn veginn svarað þessu. Það eru þó nokkrar ástæður:Margir ef ekki flestir gera hvern annan óskunda til að vera sniðugir og hefur það nokkrar hliðar líka. Fyrst er að fá athygli hjá félögum og er það til að segja sögur af þangað til að í gröfina er komið. Það er nefnilega mjög gaman að segja sögur og rifja upp eitthvað óheilagt sem sem maður hefur gert í gegnum tíðina. Við vinirnir erum alls ekki gamlir en við getum samt rifjað upp margt skemmtileg sem við höfum gert. Það er nefnilega ekki gaman að segja frá sér sem nemenda og hafa ekkert annað að segja en: Ég var alltaf stilltur og prúður krakki og fór aldrei til skólastjórans. Þetta er sem sagt eiginlega bara hegðun sem hefur alltaf verið til staðar hjá drengjum en það hefur að mér skiljist alltaf verið að taka harðar á þessu sem er bara vitleysa. Maður hefur nú heyrt ýmislegt hjá eldra fólki eins og að ef maður væri að gera það sama sem krakkar gerðu í skóla fyrir tuttugu árum þá væri búið að setja viðkomandi á rítalín fyrir löngu. Ef ekki er talað um þá sem kveiktu í gardínum í einni stofu hérna en nei, ekki fara þeir til Rúnars varðstjóra. Nú fær maður að fara þangað fyrir að uppnefna krakka. En eins og ég segi þá eru þeir sem kveiktu í hérna í skólanum fyrir ekki all löngu síðan nokkurs konar goðsagnir núna. Þeir eru ekki beint fyrir myndir en það gera sér margir grein fyrir að það er ennþá verið að tala um þessa stráka. Það er enginn á móti því að vera umtalaður og dáður. Þess vegna pælir maður ekkert á meðan maður er að fremja verknaðinn. Það er nefnilega alls ekki svalt að gera ekki eitthvað af sér.
En það lifa ekki allir í sátt við náttúruna. Þar fremst í flokki eru kennarar(reyndar skildugir til) og einstaka krakkar sem vilja vera í rólegum félagskap alltaf.
Mér blöskraði alveg þegar ein stelpa sagði við Smára og aðra að þroskast þegar þeir vori í rólegheitum að pynta kennaraborð. Ekki skánaði þegar önnur sagði:,,Og ekki kalla okkur gelgjur.“ Þá fór ég fyrst að velta þessu fyrir mér en innst inni í svartasta stað hjarta míns þá skildi ég alveg þessar stelpur. Ég tilkynnti góðkunninja mínum Adami frá þessu og hann sagði mér næst bara að segja,, Grow bigger boobs gelgjan þín.” Þetta var alvöru sjónarmið hrekkjalóms á málinu. Krakkar sem segja manni að þroskast eru bara gelgjur og verða að sætta sig við það eins og 68.42% stráka sætta sig við að þeir eigi við hegðunarvandamál að stríða.
Eitt að lokum. Það virkar afskaplega sjaldan að segja þessum 68.42% að hægja á sér. Það hvarflar ekki að þeim því það er ekki skemmtilegt og þeir hafa seinni helming ævinnar til að hafa áhyggjur af því.
Ég býst ekki við að allir hafi sama viðhorf til þessa máls en endilega tjáið ykkur.
Ekki taka hart á stafsetningunni, var mikið að flýta mé