Sælir veriði kæru landar, bæði nær og fjær! Ég ætla að upphefja sjálfan mig á þessum yndisfagra Laugadeigi sem nú er gegninn í garð og skrifa nokkur vel valinn orð til að heiðra minningu líðandi stundar.
En ég er einn af þeim einstaklingum sem ekki náði að klára mína skólagöngu á tilsettum tíma, svo ég varð eftirá í líðandi stundu og sit nú enþá á 10 bekk, eftir 2 föll í grunskóla, eitt í 7 bekk vegna gífurlegra lestrarörðuleika, og annað kom svo í 8 bekk þegar ég endaði með lægstu sögulegu einkun sem hægt er að ná í grunnskóla, það er að segja ef maður leggur á sig, ég skilaði prófinu ekki auðu og ég lærði alveg fyrir prófinn.
En Núna kemur afþví að ég uppsker það sem ég sái, og með því móti fékk ég að njóta dásamlegrar veðurblíðu og útsýnis á meðan jafnaldrar mínir þurftu að stija sveittir við skólabekk og meiga ekki taka andlitið af skólabókunum ánþess að verða slegnir einum duglegum kynnhest á framanvert andlitið. Jú auðvitað er ég að tala um það að ég fékk þetta verkfall eins og þrumu úr heiðskýru lofti! einskonar lukkupottur, þar sem ég gat setið og unað mér við alskyns dægrastyttingu meðan áður nefndir jafnaldrar mínir þurftu að þola haug af falloðrum sem samsvarandi og í sameinginu mynduðu setningar sem skilja lítið eftir sig, því lærir maður þær eins og páfagaukur og þylur þær svo upp á prófi, til að komast á næsta þrep á menntaveiginum.
En Ég hef alltaf verið virkur í félagslífinu, þar sem ég er nú kominn með nærrum alskegg, þyki ég hafa mikið umfram aðra núverandi samnemendur mína. En ég stend mig einna best í íþróttum þar fæ ég duglegar og hreinræktaðar tíjur á annars útskitið Einkunablað sem er sjónmeingun að sögn foreldra minna. Ég lifi í þeirri trú að skólinn sé ekki bara til að rummpa honum af og skella sér í atvinnuleysi í boði ríkisstjórnarinnar. ( þó svo að tala Atvinnulausra færi lítt lækkandi þá má deila mikið um efnahagsbreytingar sem orðið hafa að völdum núverandi ríkistjórnar, og með tilkomu hækkun hátekjuskats, má deila mun meira um hvort ekki ætti að hækka heildarprósentu persónuafsláts sem þá myndi koma mun betur út fyrir þá einstaklinga í samfélaginu sem hafa úr litlu að hnoða) En ég ætla ekki að missa mig í pólitíkusar umræðu heldur ætla ég að halda áfram með að segja frá skólagöngu minni.
Jæja nú loksins er ég kominn á áfangastað 10 Bekk, En þó tel ég mig ekki fróðari mann en ég var árinu áður. Og má deila um hvort tími sem farið hefur í skólabækur sé “hverra” krónu virði. En eins og áður kom fram í textabroti hér rétt ofar, þá er ég búnað vera virkur í félagslífinu, Hef lagt köpp á að halda fyrirparty fyrir kunningja og vinkonur, og mæta svo á böllinn. Reglulega gerum við vinahópurinn eithvað, svo sem förum í keilu, bíó, gókart út að borða og svona, við náum mjög vel saman. Við erum svona núríkjandi klíkan í skólanum ;) þessi þarna “vinsæli” hópur, þannig mér finnst ég hafa uppskerið erfiðið. En auðvitað mun þetta koma til með að breytast á næsta ári, ég ætla mér í Verzlunarskóla íslands, og engin vinna minna ætla í hann, svo ég þarf að byrja á nýjum grunni, varðandi félaga í skólanum, hinir verða alltaf til staðar utan skóla.
Í dag þyki ég fremur slakur námsmaður, en ég ætla að taka mig á seinustu vikurnar fyrir samræmdu og rúlla þessu upp! ég verð bara að segja að ég hef notið góðs af samvist skólafélaga minna og þetta hefur verið mun betri reynsla en að fara í menntaskóla strax, að ég tel. Endilega segið hvað ykkur finnst :)